fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Brad Pitt og Angelina Jolie Pitt ná samningum um næstu skref í skilnaðarferli

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn mest umtalaði skilnaður ársins 2016 var án efa skilnaður Brad Pitt og Angelinu Jolie Pitt – eða Brangelinu eins og slúðurpressan hefur kallað þau.

Parið – á meðan allt lék í lyndi. Mynd – Danny Martindale/FilmMagic

Nú berat fréttir af því að þau hafi náð samningum um næstu skref í skilnaðarferlinu – og á mánudaginn sendu þau frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þess efnis að þau mundu halda upplýsingum um skilnaðinn utan fjölmiðla framvegis, með því að nota einkadómara.

Það var USA Today sem greindi frá þessu, en eflaust hafa nokkrir slúðurritstjórar grátið sig í svefn í gærkvöldi. En ekki við á Bleikt – við skiljum mætavel að þetta íðilfagra fólk þurfi tilfinningalegt svigrúm til að ganga frá sínum málum.

Í fréttatilkynningunni stóð meðal annars: „Aðilar málsins ásamt lögfræðingum hafa undirritað samkomulag til að tryggja friðhelgi barna og fjölskyldu, með því að halda trúnað varðandi öll málsskjöl og fela málið í hendur einkadómara til að greiða fyrir lausn þess ágreinings sem kann að standa eftir.“

Brúðhjónin og börnin sex

Tilkynningin er sú fyrsta sem parið fyrrverandi sendir frá sér sameiginlega síðan Angelina sótti um skilnað í september. Á þeim tíma var haft eftir einum lögfræðinga hennar að umsóknin væri lögð fram með „heilbrigði fjölskyldunnar“ í huga.

Yfirvöld rannsökuðu ásakanir um að Brad Pitt hefði sýnt ofbeldisfulla hegðun gagnvart 15 ára syni þeirra um borð í einkaflugvél, en aðilar sem standa málinu nærri hafa tjáð sig um að hann hafi verið hreinsaður af þeim ásökunum.

Einkadómarar eru oft kallaðir til í skilnaðarmálum þeirra ríku og frægu – og er þannig komið í veg fyrir að málskjöl og smáatriði leki út til almennings og fjölmiðla

Forræði yfir sex börnumm Brad og Angeinu hefur verið aðalþrætueplið í ferlin, en Angelina sótti til að byrja eð um fullt forræði yfir þeim.

Lög í Kaliforníu eru yfirleitt hliðholl sameiginlegu forræði, en oft er samið formlega um ýmis smáatriði.

Brúðkaupskossinn – kona fellir nú bara tár!

Brad Pitt og Angelina Jolie Pitt voru gift í tvö ár en saman í alls 12 ár. Samband þeirra hófst árið 2005 á meðan tökur á kvikmyndinni Mr. and Mrs. Jones stóðu yfir.


Sjá meira:

http://bleikt.pressan.is/lesa/brad-og-angelina-tja-sig-um-skilnadinn-eg-er-mjog-leidur-yfir-thessu/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular