fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025

„Því grennri sem konan er, því meira virði er hún“ – Sofie er ítrekað sagt að grenna sig

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sofie Hagen er 28 ára gömul, danskur uppistandari, sem búsett er í London. Skemmtileg, vinsæl og virk á samfélagsmiðlum. Nýlega skrifaði hún pistil á Facebook síðu sína, þar sem hún fjallar um stærð sína, fitufordóma fólks og þá eilífu kröfu á hana að grenna sig. Pistilinn sem lesa má hér fyrir neðan, fylgir hér í lauslegri þýðingu:

Við verðum að tala um líkama minn núna. Eins og hann er. Maginn á mér er mikill. Ekki Dove sönn fegurð herferðar mikill, þar sem merkingin „mikill“ er alls ekki „mikill, heldur frekar í raun flatur og viðurkenndur“ mikill. Heldur mikill. Maginn á mér er „Ó nei kemst ég í þennan bás á veitingastaðnum?“ mikill. „Réttu mér spegil af því ég hef ekki séð píkuna á mér síðan 2004“ mikill. Mikli, mjúki maginn minn, sem hangir núna yfir lærin á mér.

Flestum finnst þetta óþægilegt. Fólk vill líta til baka og skilgreina af hverju ég endaði svona útlits.Hver kom illa fram við þig, stelpuna með stóra magann, sem fékk þig til að fela þig inn í þessum risastóra líkama? Ég er svo oft að leita að svari af því fólk vill vita hvers konar fitufórnarlamb ég er. Er ég það vegna átröskunar eða misnotkunar eða vegna þess að ég kem af fátækum bakgrunni? Mjög oft býður fólk fram hjálp sína. Segir mér frá því að ef ég neyti bara færri hitaeininga en ég brenni, þá mun ég á endanum byrja að léttast. Og ég horfi á fólkið og gef ekkert upp um að ég get sagt þeim nákvæmlega magn kaloría í öllu fæði, frá epli til nautasteikur og hversu mörg skref ég þarf að taka til að brenna af mér hálfum banana. En við verðum að tala um líkama minn eins og hann er núna. Í dag.

Get grennt mig á sex mánuðum

Ó, framtíðin. Framtíðin er svo freistandi. Á aðeins sex mánuðum gæti ég misst öll þessi aukakíló. Ef ég svelti mig aðeins og ýtti líkamanum langt út fyrir þægindasvæði sín á hverjum degi. Eða ég gæti skipt matnum út fyrir duftsjeika sem bragðast eins og spítalagólf, ekki í stuttan tíma, heldur alltaf, að eilífu. Ég gæti tekið þátt í Vigtarráðgjöfunum og breytt öllum matnum í stig, ekki næringu, ekki félagslega hegðun, ekki eitthvað sem fyllir mig gleði og orku, heldur bara stig. Líkt og líkami minn sé keppni sem ég verð að vinna. Ég gæti alveg hunsað merki líkama míns og boð vina minna um að kíkja út í kokteila, af því að: framtíðin er björt og ég verð mjó. Þegar fólkið sem hrópar á mig á út á götu eða niðurlægir mig á netinu er ekki að segja mér að drepa mig, þá er það að segja mér að létta mig. Ég er of feit fyrir fullt af hlutum: ef ég bendi á að flugvélasætið er svo líkamlega sársaukafullt að það er  að skera niður blóðflæðið í fæturna á mér, fæ ég skilaboð um að ég eigi að létta mig. Þegar ég fer til læknis og bið um getnaðarvörn vegna þess að ég eignaðist kærasta, er mér sagt að ég eigi að létta mig. Þegar ég get ekki farið í neina fataverslun og keypt föt sem ég passa í, er mér sagt að ég eigi að létta mig.Eins og ég sé ekki nú þegar að ferðast í flugvélum, klædd bolum sem eru allt of litlir á mig og dauðhrædd við tilvonandi meðgöngu. Ég er núna, eins og ég lít út, ekki talin eiga skilið eigið sjálfstæði. Þú mátt ekki vera til í dag ef þú ert feit. Þú átt stöðugt að vera að undirbúa framtíðina, þar sem þú ert vonandi grönn. Við segjum hluti eins og „ég borða ekki kolvetni núna,“ til að láta alla vita að við vitum að það er vandamál og við erum að laga vandamálið.

Hefur prófað alla megrunarkúra

Ég hef verið í megrun síðan ég var átta ára gömul. Ég var búttuð stelpa. Falleg, svolítið búttuð stelpa, sem elskaði Jumanji, leiktæki og sandkassa. Það var strax þá sem skólahjúkrunarkonan sagði mér að ég væri eki eins og ég ætti að vera. Að líkami minn væri rangur. Opinber þjónustutilkynning: Engir líkamar eru rangir, sérstaklega líkamar lítilla stúlkna.

Ég hef prófað alla megrunarkúra sem til eru. Vissir þú að bandarískur þáttastjórnandi, Dr. Phil, á son sem heitir Jay? Ég veit það, af því að hann skrifaði bók um þyngdartap, Jay McGraw. Ég hef lifað á gúrkum eingöngu í margar vikur. Það hefur liðið yfir mig af næringarskorti. Ég hef beðið vini mína um að fá að senda pakka heim til þeirra af því að mamma mátti ekki komast að því að ég var að panta ólöglegar megrunarpillur á netinu frá Suður-Afríku. Pillur sem fylgdu aðvaranir um að ef þú tækir þær væri veruleg hætta á að þær dræpu þig. Af því að ekkert bragðast eins vel og að vera mjó. Ekki einu sinni að vera lifandi.
Ef þú ert feit, ertu stöðugt beðin um að vera ekki feit. Og ef þú getur ekki gert það, þá verður þú að minnsta kosti að vera að vinna að því að vera ekki lengur feit. Það þýðir að dagurinn í dag er ekki okkar. Dagurinn í dag er biðstofa. Við megum ekki anda, hlæja eða stunda kynlíf. Vegna þess að það verður allt betra eftir bara sex mánuði.

Megrun er ofbeldi

Hugtakið megrun gefur til kynna að þú ert ekki nógu góð. Þú ert ekki nógu grönn enn þá, þannig að þú færð ekki að vera hamingjusöm enn þá. Megrun er ofbeldi. Samt meðhöndlum við megrun eins og hún sé eðlileg.

Við þurfum að skilja hvað megrun er. Megrun er tæki sem ætlað er að stjórna. Við verðum að skilja að það er búið að selja okkur þá hugmynd að því grennri sem konan er, því meira virði er hún. Og að megrun er búin til af iðnaði sem þarf viðskiptavini sem koma aftur og aftur, það er þeim ekki í hag að við verðum grannar. Þau vilja að við séum í biðstofunni að eilífu, að kaupa vörurnar þeirra og náum aldrei markmiði sem er ekki til. Skiljum að með því að fara í megrun, erum við að styðja þá sem kúga okkur. Gerðu það, taktu pláss. Núna strax. Hérna. Í dag. Með líkama þínum eins og hann er, núna.

We have to talk about my body right now, right here. As it exists. My stomach is big. Not Dove Real Beauty…

Posted by Sofie Hagen on 23. september 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Margir á því að Maguire hafi sagt þetta í reiðiskasti í gær

Sjáðu myndbandið: Margir á því að Maguire hafi sagt þetta í reiðiskasti í gær
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool missa þolinmæðina – „Maður getur ekki annað en hlegið“

Stuðningsmenn Liverpool missa þolinmæðina – „Maður getur ekki annað en hlegið“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.