Elínborg Halldórsdóttir, Ellý í Q4U, er með sýningu á Akranesi, en hún hyggst selja allt og flytja til Slóvakíu, eins og fram kom í viðtali á DV.
Ljósmyndari Bleikt kíkti á opnun sýningar Ellýjar síðastliðinn föstudag og smellti af nokkrum myndum. Sýningin verður opin út vikuna.
Glös og kertastjakar sem Ellý hefur gert.Konur og hafið eru viðfangsefni nokkurra mynda Ellýjar.
Sýningarrýmið er sérstakt, ljós eru slökkt og síðan lýsa kastarar af og til á myndirnar.
Ellý gerði þennan sérstaka og fallega spegil.Baðherbergið er sérstakt, en handverk Ellýjar má sjá á mörgu þar.
Eldhúsið er stórt og hlýlegt, en Ellý er búin að selja öll blóm sem prýddu það áður.