Línan sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862.
Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, hannaði línuna, sem er fjórða fatalína hennar fyrir Geysi. Í viðtali við Glamour sagði Erna línuna innblásna af íslensku konunni og hennar hverdagslífi í borginni, með sterkum tilvísunum í íslenskan lista- og menningarheim.