Jessica katta- og Taylor Swift aðdáandi sem búsett er í Oregon í Bandaríkjunum, tók sig til á dögunum og klæddi kettlingana sem hún er með í fóstri upp og vöktu myndirnar mikla athygli og aðdáun á Instagram.
Jessica klæddi kettlingana í samsvarandi búninga og Swift klæðist í myndbandi lagsins Look What You Made Me Do.
Jessica var að vonum hæstánægð með móttökurnar sem myndirnar fengu og skrifaði á Instagram: „Þetta er frábært. Ég er svo glöð og spennt og ég vona að Taylor sjái þessi krútt. Ég vona líka að kettlingarnir fái góð heimili til frambúðar. Þakka ykkur fyrir.“
Swift hefur ennþá ekki skilið eftir skilaboð á Instagram Jessicu.
Fava klædd eins og Swift á MTV tónlistarhátíðinni árið 2009.Garbanzo með snákunum.Luna eins og Swift í Fearless tónleikatúrnum.Chili klædd sem Junior Jewels.Jelly klædd eins og Swift uppvakningur/í Out of the Woods myndbandinu.Dobby sem Reputation (mannorð).Pinto eins og ballerínan úr Shake It Off myndbandinu.