fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu.

Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni.

Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni.

Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í leit að látnum bróður sínum og uppgjör hennar og föður hennar við drauga fortíðar er óhjákvæmilegt.

Engir draugar er 16 mínútur að lengd og geta íslenskir áhorfendur séð myndina á RIFF sem fram fer í Reykjavík 28. september til 8. október næstkomandi. Myndin verður auk þess sýnd á fleiri kvikmyndahátíðum.

Ragnar er leikstjóri og handritshöfundur, Magnús Atli sér um kvikmyndatöku og framleiðendur eru Heiðar Már Björnsson og Egill Arnar Sigurþórsson. Auk Lísbetar Freyju fara Jóel Þór Jóhannsson, Sindri Birgisson og María Dalberg með hlutverk í myndinni.

Verðlaun á Canberra má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás