Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis.
Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum.
Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð.
Opið verður til kl. 21.
Pieta býður gestum Kringlunnar upp á veglega dagskrá og fræðslu
Kl. 14:00 – Forseti Íslands
Gissur Páll Gissurarson syngur
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson tilkynnir um staðsetningu Pieta hússins
Sala hefst á happdrættismiðum Pieta – glæsilegir vinningar í boði
Boðið verður upp á síðdegisskemmtun fyrir börn á sviði í göngugötu Kringlunnar
Kl. 17:00 – Síðdegisskemmtun fyrir börnin
Íþróttaálfurinn skemmtir í göngugötu
Björgvin Franz Gíslason leikari tekur lagið
Kl. 18:00 – Dregið úr happdrætti
Björgvin Franz Gíslason happdrættisstjóri dregur út fjölda glæsilegra vinninga.
Kl. 20:00 – Kvöldskemmtun
Danssýning frá Kramhúsinu
Jóhanna Guðrún og Davíð ásamt Gospelkór flytja tónlist
Tilboð verslanna má sjá hér