fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn.

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú alveg fyrir að ég mæti bara stundum tvisvar  í viku. Öllu máli skiptir bara að hætta ekki alveg að hreyfa sig og drífa sig af stað þó svo að viljinn sé enginn.”

Rannveig notar fæðubótarefnin frá Scitec Nutrition, en þau fást eingöngu í Sportlíf í Glæsibæ.  Scitec Nutrition fékk á dögunum verðlauninAward of Excellence“ fyrir að vera EU vörumerki ársins 2017 á Bodybuilding.com. Vörurnar  eru hreinar og lausar við óþarfa aukaefni og viðbættan sykur sem er það sem Rannveig leitast eftir þegar hún kaupir sér fæðubótarefni.

Hversu mikilvægt er að taka inn fæðubótarefni ?

„Inntaka á fæðubótarefnum hefur persónulega hjálpað mér til að ná þeim árangri sem ég hef afrekað í fitness. Fæðubótarefni ein og sér eru þó aldrei nóg til þess að ná árangri. Gamla góða púlið verður víst að fylgja með. Maður uppsker eins og maður sáir, en fæðubótarefni hjálpa þér að ná skjótari árangri, það er ekki spurning. Prótein eftir æfingar til dæmis hjálpa vöðvunum að stækka og vöðvarnir sjá svo til þess að auka brennsluna á fitu í kringum sig. Þetta helst allt í hendur. Fæðubótarefni eru ekki bara fyrir þá sem vilja stækka sig og verða massaðir. Alls ekki. Þau henta öllum, ungum sem öldnum sem vilja huga að heilsunni,“ segir Rannveig en það sem hún sjálf tekur inn er hreint mysuprótein eftir æfingar, BCAA+Glutamine á æfingunni sjálfri og oftar en ekki fær hún sér preworkout drykk fyrir æfingu. ,Á sunnudagsmorgnum er svo hefð fyrir því að skella í rjúkandi heitar próteinpönnukökur á mínu heimili sem einnig eru fáanlegar hjá Sportlíf.“


,,Ekki fara of geyst af stað og enda í jójó-inu“

„Konur mega ekki vera hræddar við að prófa fæðubótarefni og lyfta lóðum. Að mínu mati eru alltof margar konur sem  leita í það að borða lítið og eyða öllum sínum tíma á brennslutækjum. Þá eru meiri líkur á því að orkan þín og náttúruleg grunnbrennsla líkamans falli niður. Það er gott að blanda styrktaræfingum saman við brennsluæfingar. Borða mikið af hollri, óunnri fæðu og passa sig á því að fara ekki of geyst af stað og enda í jójó-inu. Að vera sífellt að fara í átak. Besta sem hægt er að gera er að koma upp rútínu sem hentar þínum sólarhring. Finndu fæðu sem þér finnst góð. Starfsfólk í fæðubótarefnaverslununum er einnig alltaf tilbúiðað gefa þér ráðgjöf, ekki vera feimin þó að þú kunnir ekkert um þau fræði. Fyrstu mánuðirnir eru alltaf erfiðir þegar maður ætlar að breyta mynstri sem maður er vanur, en um leið og það er komið, þá er ekkert mál að halda rútínu.“

Rannveig setti saman góðan startpakka sem hún sjálf myndi kaupa sér, en þetta eru vörur sem fást hjá Sportlíf:
100% Whey Protein Professional með karamellubragði
BCAA Xpress
Black Burn brennsluduft eða POW3RD preworkout
Protein Pancake eða Protein IceCream til að svala nammiþörfinni

Sportlíf

Álfheimar 74, Glæsibær
Sími: 773-8200
Opnunartímar: virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16
Heimasíða: sportlif.is
Facebook: sportlif

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Aðeins til í að taka við tveimur liðum ef hann snýr aftur

Aðeins til í að taka við tveimur liðum ef hann snýr aftur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Chelsea tapaði á heimavelli – Forest lagði Tottenham

England: Chelsea tapaði á heimavelli – Forest lagði Tottenham
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sást í Sádi Arabíu en virðist vera í ágætum málum – ,,Nú erum við að bíða“

Sást í Sádi Arabíu en virðist vera í ágætum málum – ,,Nú erum við að bíða“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók að sér mjög erfitt starf og fær hrós fyrir ákvörðunina – ,,Ég virði hann fyrir það“

Tók að sér mjög erfitt starf og fær hrós fyrir ákvörðunina – ,,Ég virði hann fyrir það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.