fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 18. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum.

Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru

Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun

segir Tara.

Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta kosti eitt Halloween myndband á ári í samstarfi við Partýbúðina en hún segir að einnig sé margt sniðugt á heimilinu sem nota má til að búa til gervi.

Aðspurð hvort svona myndbandagerð taki langan tíma þá svarar Tara játandi

Já það er mikil vinna að gera svona myndband ef þú vilt að það sé vel gert. Ég er mikill fullkomnunarsinni þegar kemur að því að gera förðunarmyndbönd. Mér finnst skemmtilegast að taka upp myndbandið, ég dett í rauninni út úr raunveruleikanum og sköpunin tekur við. Ég er aldrei nákvæmlega búin að ákveða hvað ég geri þegar ég sest fyrir framan upptökuvélina, það verður bara eitthvað til.

Tara er ekki viss hvort hún fari í Halloween partý í ár en hún er yfirleitt í því að farða aðra fyrir kvöldið.

Tara er með opið snapchat tara_makeupart þar sem hún er mjög dugleg að sýna sitt daglega líf, gera farðanir, elda og allt það sem henni dettur í hug.

Einnig er hægt að fylgja Töru á eftirfarandi miðlum:

Instagram/Youtube

Netverslun

Meðfylgjandi er nýjasta Halloween myndband Töru og er það vægast sagt glæsilegt:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ákveðnir leikmenn Manchester United í spes WhatsApp hóp

Ákveðnir leikmenn Manchester United í spes WhatsApp hóp
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.