Söngkonan skrifaði hjartnæm skilaboð á Twitter þar sem hún útskýrði að hún þyrfti tíma til að vinna bug á veikindum sínum. Jafnframt póstaði hún mynd af sér þar sem hún heldur á talnabandi.
„Ég hef alltaf verið heiðarleg hvað varðar andleg og líkamleg veikindi mín. Er búin að veramörg ár að reyna að sigrast á þeim. Þetta er flókið og erfitt að útskýra og við erum að reyna að komast að hvað veldur veikindunum.“
„Ég nota orðið „þjáist“ ekki til að fá samúð eða athygli og það veldur mér vonbrigðum að fólk hefur haldið því fram að ég sé dramatísk, sé að búa þetta til eða leika fórnarlamb til að komast hjá því að fara í tónleikaferðalag. Ef þú þekktir mig, þá myndir þú vita að slíkt er fjarri sannleikanum.
Ég er baráttukona. Ég nota orðið „þjáist“ ekki aðeins vegna þess að áverkar og krónískir verkir hafa breytt lífi mínu, heldur vegna þess að þeir valda því að ég á ekki eðlilegt líf. Þeir halda mér einnig frá því að gera það sem mér finnst skemmtilegast í heimi: koma fram fyrir aðdáendur mína.“
„Ég hlakka til að komast fljótlega aftur í tónleikaferðalag, en núna þarf ég að vera undir eftirliti lækna svo ég verði sterk aftur og geti haldið áfram að koma fram fyrir ykkur næstu 60 árin eða svo. Ég elska ykkur svo heitt.“
To my fans, I love you so much. pic.twitter.com/g2BmmSx02v
— Lady Gaga (@ladygaga) September 18, 2017
Tilkynningin kom stuttu eftir að Gaga þurfti að hætta við að koma fram í Brasilíu.
Evróputúrinn átti að hefjast 21. september í Barcelona á Spáni og enda 28. október í Köln í Þýskalandi. Umboðsmenn vinna nú að nýrri dagsetningu á Evróputúr, en áætlað er að seinni hluti Ameríkutúrsins verði samkvæmt áður auglýstri dagskrá.