
Þessi shake gæti verið lausnin fyrir þá sem vilja hollan shake eða smoothie á morgnana, en þurfa líka á kaffibollanum sínum að halda.
Grænn hnetusmjörs mokka prótein shake
Innihald
- 1 banani
- 1-2 bollar spínat (það má líka blanda saman spínati og grænkáli til helminga)
- 1 teskeið instant kaffi
- 1-2 teskeiðar hnetusmjör
- 1 matskeið súkkulaði próteinduft
- 3-4 ísmolar
- 1 bolli möndlumjólk
Leiðbeiningar
Settu öll hráefnin í blandara og blandaðu saman þar til blandan er orðin slétt.
Heimild.