Til að stytta aðdáendum biðina fram að 27. október, hefur Netflix reglulega sett inn á samfélagsmiðla einhverja gullmola. Á Twitter hafa vikulega birst myndir þar sem hver þáttur í seríu eitt er rifjaður upp og um leið tengdur við þekkta kvikmynd frá frá níunda áratugnum.
Fyrsta er Stand by me frá árinu 1986.
Næst er Martröð í Hawkins, sem er augljós tilvísun í mynd Wes Craven, A Nightmare on Elm Street frá árinu 1984.
Þriðja er endurgerð The Running Man frá árinu 1987.
Fyrsta Alien myndin í leikstjórn Ridley Scott kom út árið 1979, stuttu fyrir níunda áratuginn.
Firestarter árið 1984, sem kom Drew Barrymore enn frekar á toppinn eftir frammistöðu hennar í E.T., er þriðja myndin í þessari seríu sem byggð er á bókum Stephen King.
Evil Dead frá árinu 1981 fær að vera með.
Síðast en ekki síst, endurgerð á einu þekktasta kvikmyndaplakati allra tíma, Jaws. Klassík Spielberg kom út árið 1975, sem sýnir að Stranger Things teygir sig aðeins út fyrir níuna áratuginn.
Plakötin sýna að Stranger Things mun halda áfram að sækja í brunn áttunda áratugarins og heiðra klassískar kvikmyndir sem komu út á þeim áratug og eiga fjölmarga aðdáendur um allan heim.