fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Bale bætir á sig fyrir næsta hlutverk

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. september 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bale á Toronto kvikmyndahátíðinni.

Christian Bale hefur lagt ýmislegt á sig til að passa sem best í þau hlutverk sem hann hefur leikið. Fyrir hlutverk sitt í The Machinist missti hann yfir 30 kíló og borðaði eitt epli og dós af túnfiski á dag, fyrir American Psycho og Dark Knight myndirnar kom hann sér í toppform og í American Hustle var hann með bumbu.

The Machinist árið 2004
American Psycho árið 1999.

Bale mætti bústinn og sællegur á kvikmyndahátíðina í Toronto, enda búinn að bæta töluvert á sig fyrir hlutverk varaforsetans Dick Cheney í Backseat. Aðspurður um hvernig hann hefði gert það, svaraði Bale brosmildur: „Ég er bara búinn að borða fullt af bökum.“

Bale var ekki sá fyrsti sem kom til tals til að leika Cheney, en hann mun leika í myndinni ásamt Amy Adams (Lynne Cheney), Sam Rockwell (George W.Bush), Bill Pullman (Nelson Rockefeller) og Steve Carrell (Donald Rumsfeld). Leikstjóri og handritshöfundur er Adam McKay.

Cheney var varaforseti Bush á árunum 2001 til 2009 og lykilmaður í utanríksisstefnu Bandaríkjanna á þeim árum, þar á meðal hvað varðar stríðsrekstur í Afganistan og Írak. Hann er talinn valdamesti varaforseti í sögu Bandaríkjanna. Þekkt er einnig þegar hann skaut vin sinn, lögfræðinginn Harry Whittington, slysaskoti þegar þeir voru á veiðum árið 2006.

George W. Bush og Dick Cheney árið 2006.

Hefðbundið útlit Bale.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik
EyjanFastir pennar
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.