Upphitun fyrir tónleika Future fer fram á Lemon Suðurlandsbraut frá kl. 11 – 14.
Borgaðu með Aur og þú getur unnið miða á Future í Laugardalshöll 8. október nk. Jói Pé, Króli og Chase mæta og taka nokkur lög.
Jóhönnu Guðrúnu þarf ekki að kynna fyrir landanum. Hún mun koma fram á Hard Rock Kjallaranum á fimmtudögum í vetur.
Frábært tækifæri til að sjá þessa mögnuðu söngkonu á tónleikum, sem hefjast kl. 21 öll fimmtudagskvöld.
Emmsjé Gauti frumsýnir tónlistarmyndband við fyrsta single af komandi plötu á Bryggjunni brugghús Grandagarði 8 kl. 21.
Lagið heitir Hógvær og er unnið í samstarfi við Björn Val Pálsson og ReddLights en myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni.
Í Petersen svítunni í Gamla bíói er skálað í kampavíni, enda einskorðast það ekki við neina árstíð. Starfsfólk Petersen Svítunnar gerir frönsku eðalvínunum hátt undir höfði og blása til veislu.
Söngkonan Bryndís Ásmunds ásamt hljómsveit heiðrar Amy Winehouse í annað sinn og flytur öll hennar bestu lög í Bæjarbíói Hafnarfirði, tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðasala fer fram á tix.is.
Ívar Daníels og Mummi verða með Sing along í Græna herberginu í Lækjargötu. Mummi hamrar flygilinn meðan að Ívar syngur með sinni frábæru röddu – gestir taka þátt að sjálfsögðu!
Sing Along hefst kl. 22.