Skó, danskjóla, armbönd og fleira má föndra sjálf heima og eignast fallega og einstaka flík fyrir minni tilkostnað en að kaupa tilbúið.
Sara-Yvonne notaði um 3300 Swarovski kristalla á þetta skópar og límdi á einn í einu með plokkara. Þetta tók hana um 15 klukkustundir og mælir hún með því að eyða nokkrum dögum í þetta. Swarovski kristallarnir á þessum skóm kostuðu um 50.000 krónur hingað til lands komið. Stærðin sem er á skóm Söru-Yvonne heitir SS20 og eru í litnum crystal AB, sem þýðir að þeir eru svona silfraðir en koma svona regnbogalitir í þá eftir því hvernig birtan skín á þá (AB stendur fyrir Aurora Borealis eða norðurljós á íslensku). Til gamans þá var liturinn crystal AB framleiddur af Swarovski í samstarfi við Christian Dior.
Fleiri myndir og flíkur má sjá í pistli Söru-Yvonne á posh.is.