fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Facebook bannar brjóstahaldaraauglýsingu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. september 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur bannað auglýsingu um brjóstahaldara á þeim forsendum að hún sé „móðgandi.“

Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn.

Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við.

Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags.

Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“

Facebook hefur þá stefnu að leyfa ekki auglýsingar sem leggja áherslu á einn líkamshluta frekar en annan og auglýsingin hafi verið bönnuð „þar sem hún sýnir nekt, með áherslu á skoppandi brjóst og nærmyndir.“

Berlei telur hinsvegar að auglýsingin hafi verið bönnuð af öðrum ástæðum. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir: „Auglýsingin sýnir þann veruleika sem fjöldi kvenna glímir við daglega á hreinskilinn og raunverulegan máta. Líkt og brjóstahaldarinn sjálfur, þá var auglýsingin gerð til að hugsa vel um og fjárfesta í sjálfum sér.“

Notendur á Twitter hafa einnig lýst furðu sinni á banninu og Berlei hefur sent formlega kvörtun vegna bannsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur orkudrykk?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool – Enginn Haaland

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.