fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Norræn kvikmyndaveisla hefst í Bíó Paradís í dag

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 og af því tilefni mun Bíó Paradís bjóða upp á norræna kvikmyndaveislu dagana 7. – 13. september.

Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs. Þau voru fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum og hér á landi verða myndirnar sýndar í Bíó Paradís.

Sýningartíma má finna á heimasíðu Bíó Paradís.

Myndirnar fimm eru allar fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd. Þær eru:

Little Wing (Tyttö nimeltä Varpu) segir sögu hinnar 12 ára gömlu Varpu (Linnea Skog), sem er óðum að vaxa úr grasi á meðan móðir hennar, Siru (Paula Vesala), vill ekki verða fullorðin. Eitt kvöldið hefur Varpu fengið nóg af félögum sínum í hestamennskunni og móður sinni. Hún stelur bíl og ekur norður á bóginn í leit að föður sínum, sem hún hefur aldrei hitt. Fundur Varpu og föður hennar hrindir einhverju af stað í lífi mæðgnanna og kemur þeim í skilning um hvaða hlutverki þær gegna í tilveru hvor annarrar og í heiminum. Little Wing er fyrsta mynd Vilhunen í fullri lengd, var heimsfrumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Toronto 2016 og hefur síðan verið sýnd á yfir 20 alþjóðlegum hátíðum. Hin unga Linnea Skog vann til Jussi-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni, auk Nordic Star-verðlauna á hátíðinni BUFF í Málmey. Heimildarmynd Vilhunen, Hobbyhorse Revolution, sem fjallar um táningamenningu tengda leikfangahestum í Finnlandi, var heimsfrumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Tampere 2017 þar sem hún vann til tveggja verðlauna, meðal annars aðalverðlauna hátíðarinnar. Næsta mynd leikstjórans í fullri lengd, Hölmö nuori sydän, verður frumsýnd í Finnlandi á næsta ári.

Sögusviðið er afskekkt sjávarþorp á Íslandi. Unglingsdrengirnir Þór og Kristján eiga viðburðaríkt sumar, uppgötva nýjar tilfinningar og verða fyrir kynferðislegri vakningu. Annar þeirra reynir að ná ástum stúlku á meðan hinn verður var við nýjar kenndir í garð besta vinar síns. Þegar sumarið er á enda og óblíð náttúran krefst síns, er tímabært að yfirgefa leikvöllinn og mæta fullorðinsárunum. Fyrstu mynd sína í fullri lengd, Hjartasteinn, skrifaði Guðmundur Arnar á námsbraut Cannes Cinéfondation. Síðan myndin var heimsfrumsýnd í flokkinum Venice Days á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2016 hefur hún slegið í gegn á alþjóðavettvangi, verið sýnd á um 50 hátíðum og hlotið yfir 30 verðlaun, svo sem Queer Lion á Venice Days, áheyrendaverðlaun á hátíðunum CPH:PIX, Transilvania, Linz Crossing Europe og Angers Premiers Plans, og níu Edduverðlaun, svo sem fyrir bestu kvikmynd, leikstjórn, handrit og leik í aðalhlutverki. Næsta verkefni Guðmundar Arnar er myndin Chicken Boy.

Fluefangeren er pólitísk allegóría um ris og fall einræðisríkis. Sögusviðið er skólastofa og spannar frásögnin einn viðburðaríkan dag þar sem áhorfandinn kynnist Ghani, kennara með háleitar hugsjónir sem missir vinnuna fyrsta skóladaginn. Í lokatilraun til að endurheimta starfið læsir hann nemendur sína inni í skólastofunni og neyðir þá til að finna lausn á átökum sem heimabæir þeirra hafa háð í heilan mannsaldur. Fluefangeren er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Myndin var tekin í Makedóníu og heimsfrumsýnd á Discovery Programme á Kvikmyndahátíðinni í Toronto 2016. Eftir það var hún sýnd á fjölda annarra kvikmyndahátíða, meðal annars í Tromsø, þar sem hún vann til norsku friðarkvikmyndaverðlaunanna. Hinn afkastamikli Aliu vinnur nú að tveimur verkefnum: raunsæisdramanu 12 Bragder, sem er í eftirvinnslu, og pólitísku stórmyndinni Slavemerket.

Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Eftir að hafa kynnst kynþáttafordómum samfélagsins á fjórða áratug 20. aldar og kynþáttarannsóknum í heimavistarskólanum þar sem hún stundar nám, fer hún að láta sig dreyma um annars konar líf. En til að geta lifað því lífi þarf hún að verða einhver önnur en hún er og slíta öll tengsl við fjölskyldu sína og menningu. Samablóð er fyrsta mynd Kernell í fullri lengd. Myndin var heimsfrumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2016, þar sem hún vann Europa Cinemas Label fyrir bestu evrópsku mynd og Feodora-verðlaun fyrir bestu frumraun í fullri lengd. Í kjölfarið var hún sýnd á yfir 20 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og hlaut fjölda annarra viðurkenninga, svo sem sérstök dómnefndarverðlaun og verðlaun fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Lene Cecilia Sparrok) í Tókýó, og Dragon-verðlaunin 2017 fyrir bestu norrænu kvikmyndina og verðlaun Sven Nykvist fyrir bestu myndatöku (Sophia Olsson) í Gautaborg. Samhliða því að vinna að Samablóði hefur Amanda Kernell leikstýrt myndinni I Will Always Love You Kingen. Næsta mynd hennar í fullri lengd er samtímadramað Charter. Kernell hefur verið nefnd á meðal tíu áhugaverðustu kvenkyns leikstjóra í dag af Europe! Voices of Women in Film.

Hjónin Kjeld og Vibeke fara skyndilega að efast um leið sína í lífinu þegar Esben sonur þeirra flyst að heiman. Fjarvera sonarins veldur því að þeim finnst ekki þörf fyrir þau lengur. Í tilraun til að endurlífga neistann frá sínum yngri árum flytja þau inn í gömlu stúdentaíbúðina þar sem þau urðu upphaflega ástfangin. Brátt fer furðuleg og óvænt atburðarás af stað, þar sem viðleitni hjónanna til að endurheimta æskuna tekur að breyta þeim í bókstaflegri merkingu. Og þegar þau vakna einn daginn og uppgötva að þau hafa yngst um 30 ár, verða þau að horfast í augu við að fortíðin sem þau eitt sinn þekktu, er kannski ekki til lengur. Forældre er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Myndin var heimsfrumsýnd á Tribeca- kvikmyndahátíðinni í New York árið 2016 og á fjölda annarra kvikmyndahátíða í kjölfarið. Hún hefur meðal annars unnið til verðlauna sem besta evrópska myndin á Neuchâtel International Fantastic Film Festival og fyrir besta leik í aðalhlutverki (Søren Malling) á Valletta-kvikmyndahátíðinni. Myndin hlaut einnig þrenn Robert-verðlaun fyrir bestu leikstjórn, besta leik og bestu klippingu, og fjögur Bodil-verðlaun danskra kvikmyndagagnrýnenda, m.a. fyrir besta handritið. Næsta mynd sem Tafdrup skrifar og leikstýrir er gamandramað En frygtelig kvinde.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Þetta sagði þjóðin um stórsigurinn gegn Kúbu – „Þetta er list“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.