fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Skrifstofa Karlie Kloss: kökur í skúffum og verðlaun notuð sem bréfapressa

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. september 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtilegt og skapandi: Fyrirsætan og frumkvöðullinn Karlie Kloss, 25 ára, innréttaði skrifstofuna sína á skemmtilegan, litríkan og persónulegan hátt.

Kloss fékk innanhússhönnuðinn Tinu Rich í lið með til að hanna skrifstofurýmið, sem býður upp á marga möguleika og er líka fallegt fyrir myndavélalinsuna.

Viðskiptaflæði „Þar sem ég mun taka á móti teyminu mínu, viðskiptafélögum, vinum og fjölskyldu á skrifstofunni, þá var nauðsynlegt að rýmið væri þægilegt og flott, og myndi flæða á milli herbergja,“ sagði Kloss í viðtali við Architectural Digest. Hvítir veggir, glerhurðir og opið skrifstofurými skapa opið og líflegt umhverfi.

Alþjóðlegur innblástur  Þrátt fyrir þétta dagskrá lagði Kloss áherslu á að gera skrifstofurýmið klárt. Hún sótti innblástur í aðrar skrifstofur, Pinterest og alþjóðlega staði, eins og Soho House hótelið í Berlín. „Soho eru með viðarborð í eldhúsinu, sem gaf mér innblástur til að nota viðarborð í fundarherberginu okkar.“

Eldhúsið Kloss er mikil áhugamanneskja um bakstur og taldi því mikilvægt að hafa eldhús á skrifstofunni, líkt og á heimili sínu, til að geta eldað og bakað fyrir vini, fjölskyldu og aðra gesti. Innréttingin er úr IKEA með sérsniðnum hurðum, koparbúnaður og sementflísar breyta venjulegu eldhúsi í draumaeldhús bakarans.

Heimilislegur griðastaður Sameiginlega rýmið er stílhreint og afslappað. „Karlie vildi hafa möguleika á að geta haldið matarboð á skrifstofunni og þess vegna er fundarherbergið innréttað líkt og borðstofa og sameiginlega rýmið líkt og stofa,“ segir Rich.

Glamúrbirta Ljósin frá Lulu & Georgia færa glamúr í rýmið.

Hverdagsnauðsynjar Við höfum öll okkar hátt á að komast í gegnum daginn. Hjá Kloss eru það „myndir af fjölskyldu og vinum á skrifborðinu og skúffurnar fullar af kökum, sem ég bakaði og hollustu snarli sem ég notið yfir daginn.“ Aðrir persónulegir munir eru bækur og aðdáendabréf sem veita henni innblástur og síðan notar hún tónlistarverðlaunin sín sem bréfapressu.

Listaverk í hverju rými Listaverk frá Uprise Art eru punkturinn yfir i-ið. „Það sem er svo frábært við skrifstofuna er að þó að hvert herbergi sé einstakt, þá mynda þau öll saman hagnýtt og skapandi rými.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja að arftaki Ancelotti sé fundinn

Segja að arftaki Ancelotti sé fundinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.