fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Fyrir og eftir myndir – ekki láta blekkjast

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Smith

Cross fit stjarnan Jennifer Smith deildi á Instagram í ágúst fyrir og eftir myndum, sem sýna verulegan mun á líkamsástandi hennar og magavöðvum. Ekki er þó allt sem sýnist, því myndirnar eru teknar með aðeins 15 mínútna millibili.

Smith, sem er 31 árs, hafði ekki mörg orð um myndirnar, heldur deildi þeim með orðunum: „Töfrar birtu, líkamsstöðu og fallegs bross.“

Myndirnar hafa fengið yfir 30 þúsund „like“ og fjölmargir skrifað athugasemdir þar sem þeir þakka Smith fyrir að deila myndunum.

„Takk fyrir að vera alvöru og deila,“ skrifar ein. „Líkamlegt ástand getur verið svo mismunandi eftir því hvernig maður er myndaður,“ skrifar annar. „Þegar ég pósta myndum af mér versus þegar vinir mínir pósta myndum af mér,“ skrifar sá þriðji í gríni.

Smith er ekki sú eina sem deilt hefur slíkri mynd því Sam Jameswood deildi samskonar mynd núna í lok ágúst. Við þær myndir skrifar hann að þær séu teknar með fimm sekúndna millibili, sem hljómar ótrúlega.

 

Sam Jameswood

„Prógrammið hjá mér snýst um árangur, ekki fullkomnun og til að aðstoða raunverulegt fólk, þá verður maður að hafa þetta alvöru: Hér eru tvær myndir af mér teknar með fimm sekúndna millibili! Ekki festast í því hvernig aðrir líta út. Myndir sem þú sérð á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum eru ekki sönn lýsing á hvernig fólk lítur út. Lýsing, líkamsstaða, annað sjónarhorn og fleiri trikk eru notuð. Ef að myndir hvetja þig áfram þá er það gott mál. Ef að þær leiða til óheilbrigðs samanburðar eða fá til til að efast um þig sjálfa/n þá er það óheilbrigt. Taktu mið af öðrum, en ekki ánetjast samanburði. Verðu tíma og orku í að rækta þig alla daga og vinna að því að verða besta, hamingjusamasta og heilbrigðasta útgáfan af þér!

Þau sýna bæði að það sem þú sérð á Instagram er ekki eini raunveruleikinn og allt sem þú sérð á netinu er ekki heilagur sannleikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.