fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Ekki dæma bókina af kápunni – Reynslusaga

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 4. september 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að vilja ekki viðurkenna það þá eiga mæður það til að slúðra um hvor aðra. Móðir í Ástralíu stóð sjálfa sig að því að vera að dæma konu og tala illa um hana við aðrar mæður þegar hún fékk skyndilega blauta tusku í andlitið.
Constance Hall fór að taka eftir móður sem sótti barnið sitt á hverjum einasta degi mjög fín til fara. Hún var alltaf í háum hælum, með blásið hár og bar sig vel. Constance fannst hún vera snobbuð.

Constance Hall/Mynd Facebook

„Og þarna var ég með brjóstin út um allt að gefa barninu að drekka, lyktaði eins og þurrkuð mjólk, hárið út í loftið, andlitið bólgið frá erfiðum morgni og ekki í neinum skóm. Það var eins og hún væri sett á þessa jörð einungis til þess að láta mig vera óörugga með mitt útlit.“

Constance fór og ákvað að slúðra um þessa snobbuðu konu við aðrar mömmur og vonaði að þá mundi henni líða aðeins betur með sjálfa sig. En það sem gerðist hins vegar var að ein mamman sló hana út af laginu með orðunum:

„Talaðu við konuna, ekki um hana“

Einn daginn ákvað Constance því að ræða við snobbuðu konuna og með einu samtali breyttist líf þeirra beggja.
Constance komst að því að fína konan er í raun fyrrum fíkill sem heldur úti AA fundi fyrir aðrar konur í vandræðum. Hjónaband konunnar stóð á hálum ís og hún átti erfitt með að hafa hemil á krökkunum sínum alveg eins og allar hinar mömmurnar.

„Ég komst að því að hún hefur alveg milljón eiginleika, en snobbuð er ekki einn af þeim.“

Í ljós kom að á meðan Constance var í einu horninu, ósátt við líf sitt og þorði ekki að ræða við þessa snobbuðu mömmu þá var hún í nákvæmlega sömu stöðu. Hún þorði ekki að tala við Constance því henni þótti hún svo frjálsleg og róleg og taldi sig vera of svala fyrir sig.

Núna eru þær bestu vinkonur sem kvarta yfir körlunum og börnunum sínum við hvor aðra og hlæja endalaust saman.
Constance vill því koma því áfram sem henni var kennt.

„Að tala við konuna, ekki um hana.“

.
Greinin birtist fyrst á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina