Við fjölskyldan fengum nýju íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn og við tóku framkvæmdir og make over fyrir íbúðina. Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið. Eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara „all in“ og gera það fokhelt og gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur og hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svo skemmtilegt að vera bað- & klósettlaus og gista annars staðar í tvær vikur. En án gríns svo mikið þess virði, eftir á!
Við erum búin að gera mjög mikið fyrir íbúðina á stuttum tíma en þessi færsla snýst bara um baðherbergið og svo kemur færsla seinna með fyrir og eftir myndum af allri íbúðinni.
Við keyptum allt sem þurfti fyrir baðherbergið áður en við fengum afhent því við vildum vinda okkur beint í það að byrja strax og við fengum afhent. Þannig mér fannst pínu spes að vera að versla fyrir baðherbergið áður en við fluttum inn því ég hafði bara skoðað það mjög stutt tvisvar sinnum og átti eina mynd. En sem betur fer klikkaði ekkert hjá okkur og við gætum ekki verið ánægðari með útlitið og útkomuna.
Við keyptum vörur fyrir baðherbergið aðallega í Bauhaus, Ikea og Húsasmiðjunni. Við keyptum flísarnar í Bauhaus, innréttingarnar í Ikea og svo baðkarið, blöndunartækin, handklæðaofninn og þess hátt vörur í Húsasmiðjunni. Einnig skiptum við um gluggann sem var orðinn hálf slappur greyið.
Arnór braut niður flísarnar sjálfur en svo fengum við múrarameistara til þess að flísa og auðvitað pípara til að pípa. En það sparaði okkur mikinn pening að Arnór tók flísarnar af sjálfur.
Ég hreinlega gæti ekki verið ánægðari með baðherbergið og ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli.
Nýi glugginn
Það er tvennt sem mig langar að nefna við ykkur sem eruð í framkvæmdagír: reynslan mín er sú að þetta tekur alltaf lengri tíma en maður heldur og kostnaðurinn fer alltaf langt yfir áætlun. Það er allavega mín reynsla eftir að hafa nú gert upp tvö baðherbergi. Ég er alltaf með nákvæmt skipulag hvað varðar fjármál og var búin að gera ítarlegan lista með áætluðum kostnaði og fannst ég gera alveg rúmlega alls staðar. En svo bara kemur upp aukakostnaður hér og þar. T.d. vorum við með tilboð frá flísara, en föttuðum svo ekki að bæta ofan á það öllu efninu sem hann notaði og þurfti að kaupa. Bara smá tips sem gott er að hafa í huga.