fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Tinna tók baðherbergið í gegn – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 2. september 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan fengum nýju íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn og við tóku framkvæmdir og make over fyrir íbúðina. Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið. Eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara „all in“ og gera það fokhelt og gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur og hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svo skemmtilegt að vera bað- & klósettlaus og gista annars staðar í tvær vikur. En án gríns svo mikið þess virði, eftir á!

Við erum búin að gera mjög mikið fyrir íbúðina á stuttum tíma en þessi færsla snýst bara um baðherbergið og svo kemur færsla seinna með fyrir og eftir myndum af allri íbúðinni.

Við keyptum allt sem þurfti fyrir baðherbergið áður en við fengum afhent því við vildum vinda okkur beint í það að byrja strax og við fengum afhent. Þannig mér fannst pínu spes að vera að versla fyrir baðherbergið áður en við fluttum inn því ég hafði bara skoðað það mjög stutt tvisvar sinnum og átti eina mynd. En sem betur fer klikkaði ekkert hjá okkur og við gætum ekki verið ánægðari með útlitið og útkomuna.

Við keyptum vörur fyrir baðherbergið aðallega í Bauhaus, Ikea og Húsasmiðjunni. Við keyptum flísarnar í Bauhaus, innréttingarnar í Ikea og svo baðkarið, blöndunartækin, handklæðaofninn og þess hátt vörur í Húsasmiðjunni. Einnig skiptum við um gluggann sem var orðinn hálf slappur greyið.

Arnór braut niður flísarnar sjálfur en svo fengum við múrarameistara til þess að flísa og auðvitað pípara til að pípa. En það sparaði okkur mikinn pening að Arnór tók flísarnar af sjálfur.

Ég hreinlega gæti ekki verið ánægðari með baðherbergið og ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli.

Fyrir breytingarnar
Verk í vinnslu. Þarna er búið að skipta um gluggann.
Allt að gerast!

Nýi glugginn

 

Búið að flísa & þá vantar bara baðtækin!
Marmara flísar, finnst þær æði!
Handklæðaofninn kominn upp. Áður var venjulegur ofn niðri þannig það þurfti að brjóta upp í steypuna.
Komin með upphengt klósett & aðeins búin að sjæna flísarnar! Mig hafði dreymt um að eignast þessar flísar í nokkur ár & er alveg rosalega ánægð með þær <3
21192950_10155023620084422_784620259158609017_n
Loftlistinn
Sturtan góða. Við Arnór erum ekki baðfólk en settum bað fyrir börnin, en þessi sturta er draumur!!

21106868_10155023619769422_4126062762068087795_n

21150370_10155023622134422_7146891569594693725_n

21191937_10155023620164422_5389726548104564082_n

21106869_10155023619869422_5814709876988994512_n

21106687_10155023623839422_7240319393306154284_n

Lokaútkoman

Það er tvennt sem mig langar að nefna við ykkur sem eruð í framkvæmdagír: reynslan mín er sú að þetta tekur alltaf lengri tíma en maður heldur og kostnaðurinn fer alltaf langt yfir áætlun. Það er allavega mín reynsla eftir að hafa nú gert upp tvö baðherbergi. Ég er alltaf með nákvæmt skipulag hvað varðar fjármál og var búin að gera ítarlegan lista með áætluðum kostnaði og fannst ég gera alveg rúmlega alls staðar. En svo bara kemur upp aukakostnaður hér og þar. T.d. vorum við með tilboð frá flísara, en föttuðum svo ekki að bæta ofan á það öllu efninu sem hann notaði og þurfti að kaupa. Bara smá tips sem gott er að hafa í huga.

Fylgið mér á Snapchat & á Instagram: tinnzy88

Hér má nálgast upprunalegu færsluna á Fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.