fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

doktor.is
Föstudaginn 1. september 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða.

Menn komust fyrst að þessu á Nýja Sjálandi en síðan hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar á svefnvenjum í okkar heimshluta og menn komist að sömu niðurstöðu. Það er samband milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða.

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Niðurstöðurnar eru þær að það er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að lækka tíðni vöggudauða ef börn eru látin sofa á bakinu.

Mælt er með því að kornabörn sofi á bakinu á stífri dýnu. Barnið sefur því öruggasta svefninum á bakinu.

Má barnið sofa á hliðinni?

Ef barnið er látið sofa á hliðinni nýtur það meira öryggis en ef það sefur á maganum en ekki til jafns á við að sofa á bakinu.

Nýjustu rannsóknir sýna að ef barnið sefur á hliðinni nýtur það ekki eins mikils öryggis eins og þegar það sefur á bakinu.

Það er öruggast fyrir barnið að sofa á bakinu.

Hvað ef barnið sefur á bakinu og kastar upp?

Áður var talið að það gæti verið slæmt fyrir barnið að liggja á bakinu ef það kastaði upp. Talin var hætta á að barnið kafnaði í eigin ælu af því að það hefði ekki kraft til að snúa höfðinu. Komið hefur í ljós að börn sem liggja á bakinu geta alveg snúið höfðinu frá ef þau kasta upp og þau gera það. Áður voru uppköst sterkustu rökin fyrir að börn ættu að sofa á maganum en komið hefur í ljós að það er hættulegra að láta börnin sofa á maganum.

Hvers vegna er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu?

Enginn veit það enn með vissu en ýmsar tilgátur eru til.

Ein skýringin er sú að barn sem sefur á maganum liggi hugsanlega með andlitið svo nærri lakinu að það andi að sér sama loftinu og það andar frá sér. Barnið fái þar af leiðandi ekki nægilegt súrefni.

Önnur kenning gengur út á það að ef dýna barnsins er of mjúk og eftirgefanleg geti barnið kafnað ef það sefur á maganum. Dæmi eru um slíkt ef börn hafa sofið í vatnsrúmi. Láttu því aldrei barnið þitt sofa í vatnsrúmi.

Þriðja kenningin leiðir líkur að því að ef barnið sofi á maganum liggi það með andlitið alveg ofan í dýnunni og að í dýnunni lifi örverur sem geti hamlað öndun barnsins.

Enginn veit með vissu hvers vegna það er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu en maganum. Gátan um vöggudauðann er enn óleyst. Það eina sem er vitað í dag er að síðan farið var að hvetja fólk til að láta ungbörn sofa á bakinu hefur tíðni vöggudauða lækkað, einnig hér á landi.

Hvað áttu að gera þegar barnið fer að geta snúið sér í rúminu?

Þegar barnið er orðið nógu stórt til að snúa sér og bylta í rúminu á að leggja það til svefns á baki, en síðan má það snúa sér og bylta í rúminu að vild. Ekki er þörf á að hlaupa til og snúa því á bakið á nóttunni.

Eiga öll börn að sofa á bakinu?

Ef barnið er heilbrigt á það að sofa á bakinu.

Til eru einstaka sjúkdómar sem valda því að frekar er mælt með því að barnið sofi á maganum. Ef barnið þitt er haldið einhverjum þessara sjúkdóma mun læknirinn veita leiðbeiningar varðandi svefnstellingu barnsins.

Hvernig áttu að gera rúmið öruggt?

Rúmið á að vera traust og botninn heill. Bilið milli rimlanna í rúminu má ekki vera meira en 7.5 sm, svol að barnið troði ekki höfðinu milli þeirra og festi sig. Hæðin á hliðum og göflum á að vera að minnsta kosti 60 cm, til að barnið príli ekki út úr rúminu. Ekki má neitt skaga út úr rúminu sem hætta er á að barnið geti fest sig í.

Aldrei mega vera plasthlutir né plast-yfirlak í barnarúmi þar sem slíkt getur valdið köfnun.

Sængin á að vera létt og af hæfilegri stærð fyrir barnið. Þú átt ekki að láta barnið fá kodda. Þeir valdaa köfnunarhættu og eru skaðlegir baki barnsins. Sannast sagna á að forðast að fylla rúm barnsins með ónauðsynlegum mjúkum hlutum.

Það á heldur ekki að vera of heitt þar sem barnið sefur. Það er hæfilegt að stilla hitann rétt undir 20 gráðum.

Er hægt að gera fleira til að tryggja öryggi barnsins þíns meðan það sefur?

Greinilega hefur komið fram að mun fleiri börn reykingafólks deyja vöggudauða.

Reykingar eru því ein orsök vöggudauða. Vísindamenn halda því fram að ef foreldrar kornabarna reyktu ekki í nærveru barnanna væri hægt að lækka tíðni vöggudauða um 66%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.