fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025

Emilía stofnaði sinn eigin söngskóla og dreymir um að hitta Ellen DeGeneres

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 1. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emilía B. Óskarsdóttir hefur ekki setið auðum höndum undanfarið en ásamt því að vera með opið Snapchat og leyfa mörg þúsund Íslendingum að fylgjast með sínu daglegu lífi þá var hún að stofna sitt eigið fyrirtæki sem heitir Söngskóli Emilíu. Hennar helstu áhugamál eru fjölskyldan, vinir og söngur en hún elskar að kenna söng ásamt því að hreyfa sig og ferðast.

Við hjá Bleikt vildum forvitnast meira um hana og fengum hana til þess að sitja fyrir svörum:

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Hress, ákveðin, sanngjörn, jákvæð og skipulagsfrík

Hver er þinn helsti veikleiki?

Get ofhugsað hlutina

Áttu þér mottó í lífinu?

Lífið er núna og því ber að fagna.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Mjög mismunandi eftir aðstæðum.

Hvað er best við haustið?

Þá er styttist í jólin.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ellen DeGeneres, hún er bara svo frábær í alla staði

Uppáhaldsbók?

Ég er ekki mikill lestrarhestur en nýlega las ég bókina Gildruna og er núna að lesa framhaldið sem heitir Netið og þær eru alveg frábærar.

Hver er þín fyrirmynd?

Mamma mín

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það?

Ég myndi fara í eitthvað æðislegt ferðalag með fjölskyldunni. Ekki spurning.

Twitter eða Facebook?

Facebook – skil ekki twitter

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Líklega símans, þar er ég með allt skipulagið mitt, tónlistina mína, myndirnar mínar og tengslanetið.

Hvað óttastu mest?

Óréttlætið í heiminum

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Blanda af gömlu og nýju

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Já fullt af þeim.

Ef þú værir dýr, hvaða dýr myndir þú vilja vera og af hverju?

Hundur, held það sé bara mega kósý.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Fyrst og fremst á Snapchat, emiliabj og svo er ég líka á Instagram undir @emiliabj.snap

Hvað er framundan hjá þér í vetur?

Veturinn er mjög spennandi. Ég er að fara á fullt með fyrsta haustnámskeið. Ég er virkilega spennt að prófa eitthvað alveg nýtt, takast á við nýjar áskoranir og fyrst og fremst gera það sem ég elska.

Söngskóla Emilíu er hægt að skoða nánar á Facebook síðu hans hér, en þar er einnig hægt að skrá sig á námskeið.

Við hjá Bleikt þökkum Emilíu kærlega fyrir og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Þingmaður Samherja vill verða varaformaður

Orðið á götunni: Þingmaður Samherja vill verða varaformaður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að Salah hafi engan áhuga á að verjast

Viðurkennir að Salah hafi engan áhuga á að verjast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim staðfestir að meiðslin séu alvarleg

Amorim staðfestir að meiðslin séu alvarleg
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Að minnsta kosti 50 veikir eftir þorrablót

Að minnsta kosti 50 veikir eftir þorrablót
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona Brynjars Karls ver sinn mann og sakar Bjarney um ofbeldi – Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af þjálfunaraðferðunum umdeildu

Eiginkona Brynjars Karls ver sinn mann og sakar Bjarney um ofbeldi – Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af þjálfunaraðferðunum umdeildu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.