fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

12 ára stúlka tekur á móti bróður sínum í heiminn – Sjáðu myndirnar

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fjölskylda frá Missisippi tók ákvörðun um að leyfa tólf ára dóttur sinni að taka þátt í fæðingu litla bróður síns bjuggust þau ekki við því að hún myndi enda á því að taka á móti honum og klippa á naflastenginn hans, en læknirinn sem var viðstaddur fæðinguna bauð Jacee Dellapenna að aðstoða sig á lokaspretti fæðingarinnar og gerði hún það.

Fjölskyldan tók myndir af atvikinu og setti á Facebook síðu sína fljótlega eftir fæðinguna og stuttu síðar voru þær komnar í dreyfingu út um allt internetið vegna þess hve einlægar og fallegar þær eru.

Móðirin, Dede Carraway segist ekki verða hissa ef Jacee ákveði að verða læknir í framtíðini, þar sem áhugasvið hennar breyttist mikið í kjölfar þess að fá að vera viðstödd fæðinguna og nú hefur hún virkilegan áhuga á læknisvísindunum.

Jacee bað sjálf um að fá að vera viðstödd fæðinguna og þótti fjölskyldunni það sjáflsagt mál þó þau viðurkenni að þau bjuggust ekki við því að hún myndi taka svona mikinn þátt. Dede er mjög ánægð með ákvörðunina og er viss um að reynsla dóttur hennar muni koma henni að góðu gagni í framtíðinni þegar hún mun sjálf eignast sín börn.

„Konur verða oft ekki vitni að fæðingu fyrr en þær eignast sjálfar börn og vita því ekkert hvað þær eru að fara út í og margt sem getur komið á óvart“

segir Dede. Svipurinn á Jacee sýnir hreina ánægju og gleði yfir nýja lífinu sem hún fær í hendurnar.

Myndir / Dede Carraway

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti