fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Kendall og Kylie aftur harðlega gagnrýndar: „Ætla þær einhvern tímann að hætta menningarnámi?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2017 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kendall og Kylie Jenner hafa verið harðlega gagnrýndar enn og aftur fyrir fatalínuna sína Kendall+Kylie. Þær eru ásakaðar um menningarnám (e. cultural appropriation) og er gagnrýnin vegna myndar á Instagram síðu Kendall+Kylie. Á myndinni er fyrirsæta klædd í köflótta skyrtu, aðeins hneppt efst, gegnsæjum topp undir, víðum buxum og með stóra gyllta eyrnalokka.

Neikvæðum ummælum fjölgaði hratt og var myndinni eytt af síðunni í kjölfarið. Það var þó ekki fyrr en slúðursíðan The Shade Room náði skjáskoti af myndinni og deildi á Instagram.

Netverjar eru ekki reiðir yfir köflóttu skyrtunni heldur hvernig fötin eru stíliseruð saman. Sumum fannst þetta vera innblásið af Chola menningu.

„Nú eru þær að reyna að vera Cholas. Ætla þær einhvern tíman að hætta menningarnámi,“

skrifaði einn Instagram notandi. „Óvirðingavert“ skrifaði annar.

Hugtakið Chola var upphaflega notað af evrópskum landnemum sem niðrandi orð til að lýsa fólki frá Suður- og Mið-Ameríku. Mexíkóskt-amerískt fólk endurheimti hugtakið til baka á sjöunda áratugnum. Chola stíllinn er algengur hjá suðuramerískum konum. Það sem einkennir stílinn er meðal annars dökkmálaðar varir með sterkum útlínum, þykkur augnblýantur, köflótt flannel skyrta og hálsklútur (e. bandana).

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem systurnar eru ásakaðar um menningarnám. Í júní voru þær gagnrýndar fyrir að setja mynd af andlitunum sínum á „vintage“ boli með tónlistargoðsögnum eins og Notorious B.I.G., Tupac, Pink Floyd og Ozzy Osbourne. Bolirnir vöktu hörð viðbrögð og fordæmdu margir systurnar fyrir að setja andlitin sín yfir þekktu tónlistargoðin.

„Ég er ekki viss hver sagði Kylie Jenner og Kendall Jenner að þær mættu gera þetta. Óvirðingin að tala ekki einu sinni við mig eða einhvern tengdan búinu gerir mig ráðþrota. Ég hef ekki hugmynd af hverju þeim finnst í lagi að hagnast á dauða 2pac og sonar míns Christopher. Þetta er óvirðing og ógeðslegt!“

Skrifaði Voletta, móðir Biggie, í færslu á Instagram.

Bolirnir voru teknir úr sölu og báðust systurnar báðar afsökunar á samfélagsmiðlum. Systurnar hafa hins vegar hvorugar tjáð opinberlega sig um Instagram myndina en hafa þó eytt henni út af öllum samfélagsmiðlu.

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum
Hvað er konudagur?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.