fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Skólastjóri náðist á upptöku segja að stelpur stærri en stærð 2 eru feitar í leggings

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólastjóri náðist á upptöku segja að stelpur sem eru ekki í stærð 0 eða 2 (bandarískar stærðir) „líta feitar út“ þegar þær eru í leggings og eiga ekki að klæðast þeim. Skólastjórinn sem um ræðir er Heather Taylor og er skólastjórinn í Stratford High School í South Carolina. WCBD-TV greinir frá.

Eftir að upptakan kom í ljós hélt skólastjórinn fund með nemendum skólans. Á fundinum hélt Heather því fram að hún var ekki að reyna að móðga neinn.

Hér má sjá leggings – Mynd/Getty

Heather Taylor sagði þessi ummæli á fundi um viðeigandi klæðnað nemenda og reglur skólans um klæðnað. Hér er það sem hún sagði, samkvæmt ABC News 4. Þú getur einnig hlustað af hluta af upptökunni á vefsíðu WCBD-TV.

„Leggings er ætlað að klæðast undir síðum bol eða skyrtu sem hylur rassinn þinn, eða einhvers konar síðri peysu, eða kjól. Leggings er ekki ætlað að vera buxur og ef þú ert í bol sem nær hingað, þá ertu að sýna allt. Já allt. Það sorglega við það, dömur – ef einhver hefur ekki sagt ykkur það áður þá segi ég ykkur það núna – nema þú sért í stærð 0 eða 2, og klæðist einhverju svona, þó þú sért ekki feit þá líturðu út fyrir að vera feit.“

Eins og við mátti búast þá ollu ummælin fjaðrafoki. Facebook síða skólans fylltist af ummælum frá reiðum foreldrum og öðrum sem voru að fylgjast með umræðunni.

„Ég er ekki í stærð 0 og mér fannst ég eiginlega vera skotmark vegna stærðar minnar,“

sagði Allison Veazey, nemandi í Stratford High School, við WCBD-TV.

Samkvæmt The Huffington Post segja reglur skólans um klæðnað að leggings, sokkabuxur, jóga buxur og spandex buxur eru leyfðar undir klæðnaði sem hylur líkamann niður að miðju læri. Sem þýðir að það má ekki klæðast leggings sem buxum. En reglur skólans taka ekkert fram um stærð nemanda enda eiga þær ekki að gera það.

Skólastjórinn gaf út yfirlýsingu vegna ummælanna:

„Í gær og í morgun þá hitti ég alla bekki í Stratford High Scool. Ég ræddi um ummælin mín og sagði frá hjartanu að minn ásetningur var ekki að særa eða móðga neinn. Ég fullvissaði nemendurna að ég væri einn af stærstu aðdáendum þeirra og árangur þeirra skipti mig miklu máli. Eftir að hafa talað við nemendur okkar og fengið stuðning frá þeim, þá er ég fullviss að saman erum við tilbúin að halda áfram og eiga frábært ár. Stratford High er mjög umhyggjusamt samfélag og ég vil þakka öllum þeim foreldrum og nemendum sem hafa veitt mér stuðning og gefið mér tækifæri að ávarpa áhyggjur þeirra. Ég er mjög stolt af vera Stratford Knight.“

Hvað segja lesendur um ummæli skólastjórans?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.