fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Þóranna hvetur allar mæður til að setja þarfir barnsins í fyrsta sæti: „Feður hafa jafn mikinn rétt og við“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. ágúst 2017 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2016 ákvað ég að láta langþráðan draum rætast og flytja í borginna frá höfuðborg norðurlands. fékk þá að taka 10 ára dóttur mína með mér. Það gekk ofsalega vel, hún var enga stund að eignast góðar vinkonur og koma sér inn í frábæran fimleikahóp. Gekk hreinlega eins og í sögu. Ég var auðvitað í skýjunum með það. En það var ekki hægt að flýja það að við fluttum frá föðurfjölskyldu hennar, frá mjög góðum föður, yndislegri stjúpmóður og einni 3 ára systur, sú litla saknaði stóru systur sinnar alveg hrikalega.

Þóranna Friðgeirsdóttir, höfundur greinar.

Faðir hennar átti það til að lauma því að mér við og við yfir síðasta vetur hvort ég væri til í að íhuga það að dóttir okkar fengi að flytja til þeirra haustið 2017, mér fannst tilhugsunin hrikaleg. Enda litla stelpan mín. En ég gat ekki hrist það af mér að dóttir mín er líka það heppin að eiga virkan föður, föður sem þráði ekkert heitar en að dóttir hans byggi hjá honum og fjölskyldu sinni þeim megin. Auðvitað, hún er líka litla stelpan hans. Jafn mikið og mín.

Eins og mér þykir erfið tilhugsun að hafa hana ekki hjá mér alla daga, þá fann ég alveg hvað föður hennar þótti það líka erfitt. Þar að leiðandi þótti mér ekki sanngjarnt af mér að nýta það „vald“ sem ég hafði sem forráðamaður eitt að vera svo sjálfselsk á dóttur okkar.

Dóttir okkar er rosalega góð, ábyrgðarfull og skynsamur krakki, einstaklega vel gefin. Ég hef verið ein með hana og tvo litla bræður hennar i nokkurn tíma og var hana farið að finnast hún þurfa að bera einhverskonar ábyrgð á bræðrum sínum, farin að deila áhyggjum með mér sem hún á alls ekki að þurfa að hafa sem 11 ára barn. Þar að leiðandi fannst mér það í raun ekki spurning að fyrst ég er svo heppin sjálf að eiga barnsföður sem er svona virkur faðir að hún fengi að fara til hans og fjölskyldu sinnar fyrir norðan og fá því að vera bara það 11 ára barn sem hún á skilið, hún á ekki að þurfa að fullorðnast hraðar en aðrir vegna eigingirni í mér.

Þetta er enn þá mjög erfið tilhugsun og mun það þurfa að venjast all harkalega að vera ekki með nefið ofan í öllu sem barnið gerir, en með hjálp snjallsímans get ég fengið að sjá hana við flest tækifæri, ég mun gera mér ferðir norður fyrir alla helstu viðburði sem hún mun þurfa á mér að halda og svo kemur hún auðvitað til mín við hvert tækifæri. En ég veit svo vel að hún er í ofsalega góðum höndum, fær alla þá ást og hvatningu sem hún mun þurfa.

Með þessum pósti vil ég hvetja allar mæður til þess að setja þarfir barnsins í fyrsta sæti, við erum ekkert meira ómissandi en faðir barnanna okkar. Þeir hafa jafn mikið rétt og við. Þeir eru svo mikilvægir. Ég geri mér fulla grein fyrir að því því miður hafa ekki allir foreldrar jafn mikið áhuga á að vera foreldrar og við tvö gerum. En í guðanna bænum ef þeir hafa áhuga leyfið þeim þá og börnunum að taka eins mikið þátt og hægt er. Þetta er svo mikilvægt fyrir okkur öll.

Með þeim orðum langar mig einnig að þakka hennar elskulegu stjúpmóður fyrir að taka dóttur minni opnun örmum og vera tilbúin í þetta verkefni. Ég veit að það er ofsalega krefjandi að vera stjúpforeldri.

Ég er bara svo yfir mig þakklát.

Ást og friður.

Höfundur greinar: Þóranna Friðgeirsdóttir
Pistillinn birtist fyrst á Facebook og fékk Bleikt leyfi til að deila honum með lesendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Tottenham – Sterling byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Tottenham – Sterling byrjar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrverandi borgarstjóri baunar á borgaryfirvöld: „Vandræði, mistök og klúður“

Fyrrverandi borgarstjóri baunar á borgaryfirvöld: „Vandræði, mistök og klúður“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hlakkar í Sólveigu Önnu eftir leiðara Moggans í dag – „Fátt hefur hresst mig meira við á síðustu árum“

Hlakkar í Sólveigu Önnu eftir leiðara Moggans í dag – „Fátt hefur hresst mig meira við á síðustu árum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir á blaði Arsenal í janúar

Tveir á blaði Arsenal í janúar
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sigfús fór í meðferð og hefur verið edrú í 26 ár – „Ég var bæði þunn­ur og illa lykt­andi“

Sigfús fór í meðferð og hefur verið edrú í 26 ár – „Ég var bæði þunn­ur og illa lykt­andi“