Avókadó, eða lárpera, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi sem og víðar. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta græni ávöxturinn sem bragðast örlítið eins og kartafla. Inni í lárperu er steinn sem flestir henda en margir hafa prófað að setja steinn í mold eða vatn og sjá hann spíra. En hvað svo? Er hægt að rækta sitt eigið avókadó tré?
Svarið má sjá hér að neðan í myndbandi frá Mr Eastcostman. Myndbandið hans hefur fengið rúmlega fjögur milljón áhorf og sýnir hann í því hvernig á að rækta sitt eigið avókadó tré skref fyrir skref.