Samfélagsmiðlar hafa logað af myndum frá sólmyrkvanum sem átti sér stað í gær og fjöldi fólks ferðaðist langar leiðir til Bandaríkjanna til þess að verða vitni að honum, enda eitt af ótrúlegustu undrum náttúrunnar.
Til þess að sjá sólmyrkvan var nauðsynlegt að nota sérstök sólgleraugu sem vernda augun gegn hættulegum geislum sólarinnar.
Forseti Bandaríkjanna virti þó þær viðvaranir ekki og ákvað að taka af sér sólgleraugun í miðjum sólmyrkva.
Hinsvegar mátti sjá skynsama hunda víðsvegar um heiminn sem fylgdu fyrirmælum og pössuðu vel upp á sjónina.