Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir „Younger Now.“ Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið.
Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út „Malibu“ og „Inspired.“ Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins og Bangerz og Miley Cyrus & Her Dead Petz.
Platan kemur út þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan eru lögin á plötunni.
1. „Younger Now“
2. „Malibu“
3. „Rainbowland [feat. Dolly Parton]“
4. „Week Without You“
5. „Miss You so Much“
6. „I Would Die for You“
7. „Thinkin’“
8. „Bad Mood“
9. „Love Someone“
10. „She’s Not Him“
11. „Inspired“
Sjá einnig: