fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Lindex opnar 400 m² verslun í miðbæ Selfoss

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi.

Hönnunin byggir á björtu yfirbragði ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð

Verslunin verður staðsett í húsum byggðum skv. útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í Reykjavík og Hótel Björninn sem stóð í Hafnarfirði við hliðina á þar sem A. Hansen stendur í dag. Verslunin mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex og verður byggð upp með nýjustu hönnun Lindex verslana sem leit fyrst dagsins ljós í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð. Verslunin mun því draga saman hið gamla útlit eldri endurbyggðra húsa og hið nýja útlit verslunarinnar með hætti sem á sér hvergi hliðstæðu.

Yfirlitsmynd. Lindex er fyrir miðri mynd.

„Það er frábær tilfinning að vera loksins að koma aftur heim á Selfoss og opna hér Lindex verslun. Hugmyndin að stofnun Lindex á Íslandi má einmitt rekja til þess þegar við bjuggum hér og ég var í fæðingarorlofi með miðjubarnið okkar. Þá fann ég fyrir því hversu mikil þörf var fyrir góð barnaföt á góðu verði, síðan eru liðin rúm 8 ár og hér erum við komin aftur. Sveitungar okkar hafa verið duglegir að koma og versla við okkur í Reykjavík en nú aukum við þjónustuna enn frekar við Sunnlendinga og færum okkur nær þeim þangað sem þetta allt byrjaði“

segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Lóa og Albert við opnun verslunarinnar í Krossmóa, Reykjanesbæ

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfið og fólkið sem framleiðir vöruna og þetta endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020. Í haust kynnti einnig Lindex möguleika til að endurnýta fatnað með því að skila til verslunarinnar og verða umbunað með inneign í gegnum aðild að vildarklúbbnum More at Lindex. Langstærstur hluti af barnalínu Lindex er framleiddur úr lífrænni bómull og endurunnum efnum og við hönnun eru þarfir barnanna í fyrirrúmi. Fyrirtækið vinnur einnig gegn kynjamisrétti í fátækustu ríkjum heims og hjálpar konum að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu í gegnum verkefni eins og HERproject og WEWomen by Lindex.

Mátunarklefar stökkbreytast með nýrri innréttingahönnun
Einstök verslun mun veita viðskiptavinum þar sem endurbyggð hús koma saman við nýjustu innréttingahönnun Lindex

„Það er okkar meginmarkmið að miðbærinn muni þjóna aðallega tvíþættu hlutverki, verði miðpunktur verslunar og viðskipta fyrir Sunnlendinga um leið og að vera áfangastaður fyrir þá fjölmörgu gesti sem leggja leið sína hingað á Selfoss. Það að fá Lindex í lið með okkur í þessari viðleitni er frábært skref fram á vi,“

segir Leó Árnason, frkv.stj. Sigtúns Þróunarfélags

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.