Síðastliðin ár hafa drónar gjörbreytt landslagi ljósmyndunar. Svo mikið að það er byrjað að gefa út mörg verðlaun fyrir þessa einstöku gerð af ljósmyndun. Ein af þessum verðlaunum eru Dronestagram og voru haldin í fjórða skiptið á dögunum. Myndirnar sem unnu til verðlauna eru stórfenglegar og það er ótrúlegt að sjá hvaða ótrúlegu myndir nást með þessum snjöllu tækjum.
„Drónar eru að verða sífellt aðgengilegri og sýna heiminn í nýju ljósi. Það eru bókstaflega engin takmörk fyrir hvar er hægt að taka mynd lengur,“
segir Eric Dupin, forstjóri Dronestagram. Veitt voru verðlaun í nokkrum flokkum eins og „sköpunargáfa“ og „fólk.“