Fyrir tveimur árum var ég vanur að upplifa hversdagsleikann eins og flestir gera. Ég sá ekki alla fegurðina í kringum mig,“
skrifar Phillip Haumesser í grein á Bored Panda. Hann segir að eftir að hann tók upp myndavél og byrjaði að taka myndir af börnunum sínum þá sá hann heiminn í allt öðru ljósi.
Um leið og þú byrjar að sjá það þá getur þú ekki „ekki séð“ það.
Phillip byrjaði að taka eftir því hvernig birta hefur áhrif og hvernig að horfa á eitthvað frá mismunandi sjónarhornum getur breytt öllu.
Allur heimurinn virðist vera að reyna að segja okkur sögur á svo litríkan og fallegan hátt. Þetta er eins og að horfa á bíómynd, en þetta er í kringum okkur og við erum að lifa í því.
Eftir að Phillip varð ljósmyndari þá hægði hann á sér og byrjaði að kunna að meta meistaraverkin sem voru beint fyrir framan hann. Hann segir að þetta hafi breytt lífi hans. Hann vill að aðrir upplifi það sama svo hann ákvað að kenna ljósmyndun frítt fyrir hvern sem vill prófa.
Ég sýni þér hvernig þú getur gert þetta með ódýrri myndavél og ódýrri linsu. Ég hef meira að segja notað símann minn þegar ég var ekki með myndavélina mína.
Sjáðu fyrir og eftir myndirnar hans Phillip hér fyrir neðan.