Frumleg leið móður til að tryggja að dóttir sín sé að segja satt hefur vakið athygli meðal netverja. Kaelyn Demmon, átján ára, deildi smáskilaboða samskiptum milli sín og móður sinnar á Twitter og skrifaði þar með: „Ég held það sé öruggt að segja að mamma mín treystir mér ekki.“
Kaelyn var að horfa á bíómynd heima hjá vinkonu sinni þegar mamma hennar sendi á hana skilaboð til að athuga hvar hún væri stödd. Mamma hennar vildi vera alveg viss um að hún væri að segja sannleikann og fór þess vegna ansi sniðuga leið. Hún sagði Kaelyn að senda sér sjálfsmynd af henni og vinkonunni. Svo aðra sjálfsmynd til að tryggja að hin myndin væri ekki „klippt.“
Móðir Kaelyn veit að unglingar eru með margar saklausar myndir í símanum sínum sem væri hægt að nota í svona aðstæðum þannig hún fer frumlegar leiðir til að fá „sönnunargögnin“ sem hún þarf. Hún byrjaði ekki á þessu upp úr þurru eða af ástæðulausu en Kaelyn viðurkenndi við Buzzfeed News að hún hefur áður logið að móður sinni.
„Það hefur komið fyrir að ég hef sagt að ég sé hjá Stevie en er síðan á brennu eða eitthvað,“
sagði Kaelyn. Hins vegar segir móðir hennar að stundum er þetta bara henni til skemmtunnar og hún treystir alveg dóttur sinni.
„Ég vissi að hún væri þar sem hún sagðist vera, en það var skemmtilegra að láta hana gera alls konar hluti.“