fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Mikið um misskilning í garð eikynhneigðar: „Að finna réttu manneskjuna lagar þetta ekkert“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. ágúst 2017 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögu Hinsegin daga á Íslandi munu eikynhneigt fólk, eða asexual fólk, taka þátt sem ein heild. Fyrir þá sem ekki vita er eikynhneigð þegar fólk finnur einfaldlega ekki fyrir kynferðislegri löngun í aðra. Fram til þessa hafa eikynhneigðir ekki látið mikið á sér bera en nú hafa þeir stofnað samtökin Asexual á Íslandi og munu í fyrsta sinn ganga saman í Gleðigöngunni á morgun. Gyða Bjarkadóttir er meðlimur samtakanna, segir hún í samtali við Gay Iceland í dag að mikil fáfræði ríki um eikynhneigð bæði hér á landi sem og víðar:

„Við verðum ekki fyrir mismunun líkt og að geta ekki gifst, ættleitt eða eignast börn. Þetta snýr meira að vera ekki viðurkenndur hópur í samfélaginu,“

segir Gyða. Hún segir marga eiga erfitt með að skilja þá hugmynd að til sé fólk sem hafi engan áhuga á kynlífi. Það hafi gerst að eikynhneigðum hafi verið nauðgað til að „laga það“:

„Það eru einnig til dæmi um að eikynhneigt fólk hafi gert það sjálfviljugt til að mæta væntingum samfélagsins. Þó þeim langi ekki til þess, þá finnst þeim að það þurfi að gera það.“

Mynd/Getty

Gyða segir mikið um misskilning í kringum eikynhneigð:

„Margir halda að það sé val, eins og skírlífi. Eða að þetta hafi eitthvað að gera með hormónaójafnvægi, geðsjúkdóm eða reynslu af kynferðislegri misnotkun. Þetta snýst ekkert um hræðslu við kynlíf eða sambönd. Að finna réttu manneskjuna lagar þetta ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.