fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Æstur aðdáandi ruddist á svið á tónleikum Britney Spears: „Er hann með byssu?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. ágúst 2017 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa tekið sér sumarfrí mætti Britney Spears aftur á sviðið í Las Vegas á miðvikudagskvöldið. Tónleikarnir voru í AXIS áheyrendasalnum í Planet Hollywood Resort & Casino sem rúmar 4600 manns. Eftir að hún söng lagið „(You Drive Me) Crazy“ ruddist æstur aðdáandi á sviðið og reyndi að ná athygli stórsöngkonunnar.

„Eruð þið að skemmta ykkur?“ spurði poppstjarnan áhorfendur en hún var þá ekki búin að taka eftir manninum á sviðinu. Dansararnir stöðvuðu manninn áður en hann komst nálægt Britney og héldu honum á meðan öryggisverðir umkringdu poppstjörnuna.

„Er eitthvað að? Hvað er í gangi?“ Spurði hún. Hún tekur síðan óttaslegin í einn öryggisvörðinn og spyr „er hann með byssu?“ Öryggisverðirnir fóru með hana baksviðs og aðdáendur kölluðu stuðningsríkir á eftir henni: „Við elskum þig! Við elskum þig!“

Á meðan héldu dansarar Britney manninum en maðurinn hafði áður gert handahlaup og sparkað í öryggisvörð í leiðinni. Maðurinn reyndi að losna undan taki dansaranna en þá ýttu þeir honum í gólfið og héldu honum niðri þangað til fleiri öryggisverðir komu á sviðið til að hjálpa.

Aðdáendur öskruðu taktfast „asshole“ á meðan öryggisverðirnir og dansararnir héldu manninum og reyndu að koma honum af sviðinu.

Manninum var síðan hent út og hefur talsmaður lögreglunnar í Las Vegast staðfest að Jesse Webb (37 ára) var handtekinn vegna atviksins.

„Webb var beðinn um að yfirgefa tónleikana áður en hann ruddist á sviðið. Hann er nú í Clark County Detention Center. Ekki er hægt að veita fleiri upplýsingar að svo stöddu,“

sagði talsmaður lögreglunnar við E! News. Britney Spears hefur haldið „Britney: Piece of Me“ tónleikana í Las Vegas síðan desember 2013. Tónleikaröðinni mun ljúka í desember á þessu ári.

„Ég er búin að vera að undirbúa mig að kveðja Piece of Me. Ég hafði ég ekki hugmynd um hversu töfrandi þessi upplifun mundi vera. Að aðdáendur mínir séu að koma alls staðar frá í heiminum til að sjá tónleikana mína hefur verið ótrúlegt,“

sagði Britney Spears við E!News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.