Fyrirsætan og bókarhöfundurinn Chrissy Teigen og eiginmaður hennar, lagahöfundurinn og söngvarinn John Legend eiga sextán mánaða gamla dóttur, hana ofurkrúttlegu Lunu Simone Stephens. Þessi stórglæsilega stjörnu fjölskylda er dugleg að bræða hjörtu um allan heim og tókst það enn á ný með yndislegu myndbandi sem Chrissy deildi á Instagram.
Í desember síðastliðnum spilaði John á píanó fyrir þátt af Sesame Street og í staðinn fékk hann karakterana í þættinum til að taka upp skilaboð til Lunu. Chrissy deildi myndbandinu á þeim tíma og sagðist ekki geta beðið eftir deginum sem Luna myndi „missa sig“ yfir myndbandinu.
Sá dagur hefur loksins komið og deildi Chrissy myndbandi af Lunu horfa á skilaboðin í fyrsta skipti.