James Corden er með spjallþáttinn The Late Late Show With James Corden og er duglegur að fá til sín hina ýmsu gesti. Bleikt fjallar oft um Carpool Karaoke en það er gríðarlega vinsæll þáttaliður í The Late Late Show og fær James stjörnur eins og Lady Gaga og Harry Styles til að koma á rúntinn með sér og syngja nokkur vel valin lög í leiðinni. Nú er búið að taka carpool karaoke á allt annað stig með þáttaröðinni Carpool Karaoke: The Series. Fyrsti þátturinn var frumsýndur í gærkvöldi á Apple Music og fær maður að sjá fyrstu sex mínúturnar af þættinum á YouTube. Enginn annar en stórleikarinn og rapparinn Will Smith er í fyrsta þættinum og þeir byrja bílferðina að sjálfsögðu á laginu „Gettin‘ Jiggy Wit It.“
James Corden og Will Smith spjalla meðal annars um hvort Will hefur einhvern tíman fengið boð um að leika Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseta.
Ég talaði við Barack um það. Hann sagðist vera öruggur með að ég væri með „eyrun“ til að leika hlutverkið,
sagði Will Smith. Carpool Karaoke: The Series er byggð á gríðarlega vinsælum þáttalið í The Late Late Show með James Corden. Samkvæmt fréttatilkynningu lofar netþátturinn að „para saman bestu stjörnurnar á bak við stýrið og hafa gaman yfir uppáhalds lagalistunum þeirra.“
Meðal þeirra stjarna sem munu koma fram í þessari þáttaröð eru LeBron James, Ariana Grande, Miley Cyrus, Shakira og Gwyneth Paltrow. Það koma tveir nýir þættir í hverri viku. Í næstu viku verða Alicia Keys, John Legend, Metallica og Billy Eichner í þættinum.