fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024

Ofbeldi og kjaftasögur í íslenskum smábæjum: „Ég skila skömminni þangað sem hún á heima“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætla hér að segja ykkur frá atburði sem gerðist þegar ég var nýorðin 16 ára, og markaði tímamót í drusluþroska mínum. Þá voru liðnir nokkrir mánuðir frá því að mér var nauðgað í herberginu mínu. Var búin að jafna mig kannski að einhverju leyti eftir nauðgunina, veit það ekki því ég ýtti þessari reynslu til hliðar og leit á „minn þátt“ eins og dagskipanin var þá. Sagði engum frá.

Myndin tengist greininni ekki beint/Getty Images.

Þetta var snemma sumars, björt nótt og fjörðurinn spegilsléttur. Ég vaknaði um tvöleytið við bank á gluggann. Þar voru komnir tveir vel slompaðir piltar, annar var bekkjarbróðir minn. Við spjölluðum aðeins og bekkjarbróðirinn fór út að læk sem rann þarna rétt hjá til að gubba. Hinn stóð við gluggann á meðan. Þegar sá sem ældi var búinn við lækinn kom hann aftur og við spjölluðum lengur og hinn fór. Bekkjarfélaginn (sá sem hafði ælt) fór svo og ég hélt áfram að sofa. Ég varð svo fljótlega eftir þetta vör við að svokallaðar tvær vinkonur mínar fóru að sniðganga mig. Létu sem þær sæju mig ekki. Það stóð yfir allt sumarið, ég fór svo úr bænum til náms um haustið og samskipti okkar löguðust aldrei. En ég fékk þó skýringu frá annarri áður en ég fór. Mágkona hennar og frænka hinnar höfðu verið í „saumaklúbbi“ um nóttina í götunni sem ég bjó, skáhallt á móti húsinu heima. Þær sáu tvo pilta við gluggann minn og sagði sagan að fyrst hefði annar farið inn í húsið til mín, sinnt sínum þörfum, (skiljiði), farið og þá hefði hinn komist að, farið inn og gert það sama í boði hússins. Sá sem gubbaði hafði farið í hvarf frá sjónarhorni saumaklúbbsins meðan hann lá við lækinn. „Vinkonunum” var bannað að umgangast mig.

Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér leið, reyni það ekki. Þegar svona saga fer á kreik eru varnirnar litlar hjá 16 ára stúlkubarni. Hef eytt ómældu plássi og orku frá lífsgleði minni í að reyna að: fyrirgefa, hefja mig yfir þetta, gleyma, sálgreina manneskjur sem beita þessu. Reynt að gera grín að þessu, jafnvel vorkenna einstaklingum sem hafa ekkert uppbyggilegra að gera við sköpunarhæfileika sína. Mér hefur alltaf fundist mjög erfitt að koma austur og sjá andlitin sem rændu mig gleði og öryggi. Ég hafði líka reynslu af því að geta ekki sagt frá. Ef einhver hneykslast segi ég núna: Skiptu þér ekki af því þegar ég skila skömminni þangað sem hún á heima.

Nýlega sagði ég nánum ættingja frá þessu. Viðbrögðin: „Það er nú alltaf einhver fótur fyrir svona sögum”. Með endemum kærleiksríkt tilsvar eða þannig, og sem endurspeglar þetta andrúmsloft þöggunar, bældra tilfinninga og þessa lúmska, óáþreifanlega og skaðlega ofbeldis. Tilgangur þess er að halda niðri og njörva niður í fjötra ótrúlegrar grimmdar og smásálarháttar. Þessi frasi er í flokki með fleirum svo sem: „Það þarf alltaf tvo til”, „Að líta í eigin barm”, kanntu fleiri?

Nú eigum við gagnlegri orðaforða og heilbrigðari. Nú er brýnt fyrir okkur, hvers kyns sem við erum, að ofbeldi sem við verðum fyrir er aldrei okkur að kenna, kynferðislegt, andlegt eða líkamlegt. Við lærum að greina og koma auga á ofbeldi, við AFLÆRUM vanabundna hugsun og hefðir sem leyfa og viðhalda ofbeldi í öllum myndum.

Ég vill leggja mitt að mörkum til að stöðva þetta athæfi sem er í rauninni ofbeldi, að ætla fólki einhverjar gerðir. Ég vil leggja mitt að mörkum í umræðuna um hugsunarhátt sem viðgengst oft í smábæjum hér á landi, hversu auðvelt það er að spinna upp sögur án þess að hugsa um þær alvarlegu afleiðingar sem þær geta haft. Sem jafnframt lýsir óheilbrigðu viðhorfi til réttindi kynjanna

Höfundur greinar óskar nafnleyndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.