Vertu með tissjúin tilbúin, þú átt eftir að þurfa á þeim að halda eftir að hafa horft á stuttmyndina In a Heartbeat. Þetta er ný „teikni-stuttmynd“ sem er að fara sigurför um netheima. Nemendurnir Beth David og Esteban Bravo í Ringling College of Art and Design eiga heiðurinn á þessari yndislegu og fallegu teiknimynd. Hún fjallar um ungan strák sem hefur tilfinningar til myndarlegs samnemenda síns en á erfitt með að sætta sig við og skilja þessar tilfinningar. Við ætlum ekki að segja meira um söguþráðinn, horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Myndin er aðeins fjórar mínútur en á eftir að bræða þig gjörsamlega!
Myndbandið var sett á YouTube fyrir tveimur dögum og er nú þegar komið með næstum sex milljón áhorf.