fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt.

Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi.

Mynd/Getty Images.

Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna.

Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað, meiri gaum. Sérstaklega börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða.

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi.

-Þóra Jónsdóttir
Greinin birtist fyrst á vefsíðu Barnaheilla og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðneita fyrir rasisma – Sagður hafa kallað hann Jackie Chan

Harðneita fyrir rasisma – Sagður hafa kallað hann Jackie Chan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ingólfur Valur stefnir ríkinu og krefst miskabóta vegna ólöglegrar handtöku

Ingólfur Valur stefnir ríkinu og krefst miskabóta vegna ólöglegrar handtöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halldór finnur ekki fyrir aukinni pressu eftir undanfarnar vikur – „Þetta er bara annað verkefni“

Halldór finnur ekki fyrir aukinni pressu eftir undanfarnar vikur – „Þetta er bara annað verkefni“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim