Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn að taka öll völd og ákváðu þær að einblína alfarið á húmor og sögur í textasmíðinni.
Þær semja fyndna texta og stundum svolítið klúra til þess að létta lund áhorfenda en á sama tíma er tónlist þeirra melódísk, grípandi og skemmtileg enda eru þær báðar þrusu flottar söngkonur. Elísu og Selmu finnst gaman að ögra áhorfendum með undarlegum umfjöllunarefnum í lögum sínum og taka á málum sem þeim finnst skipta máli í samfélaginu. Þær hafa nú búið til texta við barnalag í tilefni druslugöngunnar.
„Í tilefni þess að við erum druslur og Druslugangan er að ganga í garð þá bjuggum við til „fallegan“ druslu texta við þetta barnalag,“
sögðu Selma og Elísa Hildur í samtali við Bleikt. Hlustaðu á lagið þeirra hér fyrir neðan, þú getur sungið með en textinn er fyrir neðan myndbandið.
Ein lítil drusla var ein heima
ein lítil drusla fór í búð
ein lítil drusla var sofandi að dreyma
ein lítil drusla var á túr
einni litli druslu byrlað ólyfjan
önnur edrú.Ein lítil drusla í fjölskylduboði
önnur í vina veislu
ein lítil drusla frosin og dofin
önnur barðist á móti
ein lítil drusla að eilífu þagði
önnur sagði frá.Ein lítil drusla kenndi sér um það
önnur var í afneitun
ein lítil drusla með skemmda sjálfsmynd
önnur fer endalaust í bað
skítugar og ógeðslegar
allar druslurnarEngin drusla sá þetta fyrir
engin drusla sagði já.
Nei þýðir Nei og Já þýðir Já
engin nauðgara vildi á sig fá!
Allar þessar druslur réttlæti vilja fá.
Höfum hátt höfum hátt, druslur segjum frá!