fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

„Six-pakk gerði mig ekki hamingjusama“ – Ótrúleg breyting á líðan eftir að hún hætti í vaxtarrækt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jolene Nicole Jones var í vaxtarrækt. Hún æfði mikið og oft, fylgdi ströngu matarræði og átti lítið félagslíf. Hún áttaði sig á því að hún var ekki hamingjusöm og ákvað að gera eitthvað í því. Hún deildi færslu á Facebook ásamt mynd af sér þar sem hún sýnir þær líkamlegu breytingar sem hafa átt sér stað eftir að hún setti hamingjuna í fyrsta sæti. Hún segir frá ótrúlegum breytingum á líðan sinni í kjölfarið.

„Þetta er ekki þessi hefðbundna „fyrir og eftir“ mynd. Ég fór frá því að vera stjórnað af lýjandi ræktarplani, vigta kjúkling og að hafa prótein sjeika í veskinu mínu yfir í að njóta félagslífsins til fulls.

Sumir gætu sagt að þetta kallist að „sleppa sér“ en það er ekki hægt að setja verðmiða á hamingju. Ég kalla þetta að finna mig sjálfa og átta mig á því að ég hef meira en eina ástríðu í lífinu, hvort sem það er að fara í göngu í Glacier Park eða njóta þess að drekka bjór með vinum.

Six-pakk gerði mig ekki hamingjusama. Ég var aldrei nóg og fannst ég alltaf þurfa að bæta mig. Í dag fór ég á kajak með vinum og naut þess að borða mat sem gamla ég hefði slefað yfir en ekki þorað að snerta.

Líkaminn þinn er BÓKSTAFLEGA það eina sem kemur þér í gegnum þetta líf. Hvers virði þú ert og hamingjan þín fer ekki eftir því hversu miklu þú getur lyft eða hvað vigtin segir. Mitt virði fer eftir þeim sem ég umrkingi mig með og brosinu á andlitinu mínu.“

Hér má sjá upprunalegu færsluna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.