Móðir, sem ekki vill láta nafn síns getið, ákvað að nota brjóstamjólk í köku sem hún bakaði fyrir kökusölu skóla barnsins síns. Hún skilur ekki af hverju fólki finnst það ógeðslegt og bregðist svona illa við því. Hún segir að hún hafði ekki nægan tíma til að fara út í búð til að kaupa mjólk þannig hún notaði „sína eigin.“
Þegar aðrar mæður fréttu af þessu sérstaka hráefni leyndu viðbrögðin sér ekki. Þeim fannst þetta ógeðslegt en móðirin skilur bara alls ekki af hverju. Samkvæmt henni þá „þurfa sum þessara barna næringuna.“ Hún ákvað að snúa sér til Facebook í leit að ráðum um hvað hún eigi að gera því hinar mömmurnar eru reiðar. Færslan hennar hefur nú gengið eins og eldur í sinu um netheima og í kjölfarið hefur skapast mikil hitaumræða um málið.