fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025

Þú trúir því líklega ekki, en þetta er sami maðurinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 22. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á unglingsárunum var Martyn Ford ekkert frábrugðinn öðrum unglingum; hann var hár og grannur og vakti svo sem ekki mikla eftirtekt eða athygli. Á fullorðinsárunum fór hann að hafa mikinn áhuga á líkamsrækt, svo mikinn að í dag er hann algjört vöðvafjall. Á myndinni hér að neðan má sjá hann þegar hann var unglingur og svo hvernig hann lítur út í dag.

Ford er eigandi líkamsræktarstöðvar á Englandi, Better Bodz Gym, þar sem hann stundar lyftingar af kappi. Í dag vegur hann tæp 150 kíló og hefur hann vakið athygli kvikmyndaframleiðenda. Hann fer til dæmis með hlutverk í kvikmyndinni Undisputed 4 sem verður sýnd á næsta ári og má búast við því að þessi 33 ára gamli kraftajötunn sjáist í fleiri myndum á næstu árum. Í Undisputed 4 fer hann hann með hlutverk harðjaxls að nafni Koshmar, sem þýðir martröð.

Vefmiðillinn HelloU fjallaði um Ford á vef sínum en þar var einnig rætt við einkaþjálfarann Octavio Dias sem deildi með lesendum nokkrum góðum ráðum til að ná betri árangri í ræktinni. Ráðin eru ætluð þeim sem vilja auka vöðvamassa sinn mikið.

1.) Næring

Borðaðu fjölbreytta fæðu. Passaðu þig að borða tvö til þrjú grömm af prótínum á hverjum degi fyrir hvert kíló sem þú vegur. Sá sem er 80 kíló ætti því að borða 160 til 240 grömm af prótínum á dag.

2.) Æfingar

Þú þarft auðvitað að mæta á æfingar til að ná árangri. Dias mælir með því að þú þjálfir einn til tvo vöðvahópa á degi hverjum. Hann segir að endurtekningar ættu að vera á bilinu 10 til 12 og settin ættu að vera þrjú til fjögur. Ekki hvíla lengur en eina mínútu á milli setta. Dias mælir svo með því að þú takir reglulega brennsluæfingar án þess að leggja sérstaka áherslu á þær.

3.) Endurheimt

Dias segir að gott sé að fá sér mysuprótein eftir æfingar því það stuðli að betri endurheimt fyrir vöðvana. Þá sé mikilvægt fyrir skrokkinn að fá nóg af vítamínum og steinefnum eftir erfiðar æfingar. Heilbrigður líkami er lykillinn að árangri.

4.) Vökvaðu líkamann

Það borgar sig að drekka nóg af vatni. Dias segir að þeir sem stunda lyftingar af kappi þurfi að drekka þrjá lítra á dag.

5.) Hvíld og svefn

Til að ná árangri þarf líkaminn að vera tilbúinn undir átök og því er mikilvægt að þú hvílir þig vel á milli æfinga og fáir nægan svefn. Það stuðlar að betra hormónajafnvægi sem aftur skilar sér í betri árangri.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stór plön Sáda – „Spurning um hvenær“

Stór plön Sáda – „Spurning um hvenær“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Halda því fram að Salah hafi þegar ákveðið næsta skref á ferlinum – Sagt að hann sé búinn að semja

Halda því fram að Salah hafi þegar ákveðið næsta skref á ferlinum – Sagt að hann sé búinn að semja
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.