fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Karlar drepa – sjálfa sig

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. júlí 2017 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig er búið að langa til að segja eitthvað lengi, það liggur á mér eins og skítugt teppi. Ég er er bæði langorður og oft skáldlegur þannig að þú veist það bara ef þú ákveður að lesa lengra, ok? Gott.

 rétt upp hönd ef þú hefur hugsað um að fremja sjálfsvíg, ég hef gert það, verandi karlmaður telst það varla til frétta. Það líður ekki sá mánuður að ég horfi ekki á eftir einhverjum sem ég þekki persónulega eða er tengdur einhverjum sem ég þekki sem fremur sjálfsvíg. Oft ungir strákar sem ættu að eiga framtíð, óskrifaða og bjarta, hafa hæfileika og vini allt ætti að vera gott. Það eru samt ekki bara ungu strákarnir, þótt svo að þeir séu áberandi þá erum við alltaf að drepa okkur á öllum aldri. Bara á síðustu 2 mánuðum veit ég um fjóra menn, drengi sem kusu að enda líf sitt.

Starri Hauksson höfundur greinar

Það er nefnilega eitthvað að, eitthvað í grunnmyndinni sem við erum ekki að ráða við, eitthvað í grasrótinni, í fróðleiks vatninu sem við drekkum og gerir okkur að því sem við erum. Það má kalla það feðraveldið, forneskjuna, fjölbreytileikann, hvað sem það er þá þurfum við að tækla það, tala um það og umfram allt, við þurfum að breytast með samfélaginu sem við búum í.

Á tímum opinnar umræðu höfum við fyrirmyndir. Ég horfi með aðdáun á konur brjóta hvern fornaldar kassann af fætur öðrum sem að búið er að hlekkja þær inn í, minnkandi fordóma fyrir LGBTQIA, fólk sem berst fyrir réttindum og fordómaleysi.

Við þurfum ekki talsmenn sem eru í fýlu við femínisma, við þurfum ekki (fyrirgefðu pabbi) Clint Eastwooda heimsins til að kenna okkur að vera hörkutól. Látum bara stelpurnar aðeins í friði, stöndum með þeim en einbeitum okkur að okkur sjálfum.

Það vantar karlkyns kennara í grunnskóla, við búum enn við ótrúlega mikið af fáránlegum gildum og hugmyndum og höftum; við erum að drepa okkur, ekki allir en allt of margir.

Ég er ágætur, gengur almennt vel í því sem ég tek mér fyrir hendur, geri stór mistök en fæ reglulega að heyra að ég hafi ýmsa kosti. Þrátt fyrir að vera sæmilega meðvitaður um hvað og hver ég er þá koma reglulega upp þær stundir að ég hef tilfinningaþroska sem að 12 ára barn gæti skammast sín fyrir. Þegar ég upplifi skömm og kann ekki að koma frá mér því sem að væri hægt að klára á 5 mínútum af heiðarlegum samskiptum, en endar á að verða að bolta sem að verður mér fullkomlega ofviða. Forneskju karlmaðurinn í mér kann nefnilega miklu betur við það að hugga en að vera hinn sem grætur.

Ég hef ótrúlega margt að lifa fyrir en ég fæ þessa hugsun líka : hún er eitthvað á þessa leið. Ég er búinn, búinn með bensínið, búinn með röflið sem fer í hringi, sé ekki tilganginn á endurtekningunni. Allt sem ég hef gert verður að dufti og andhverfu sinni og endar á, væri það ekki bara betra fyrir alla að enda þetta. Ég er hins vegar talsvert meðvirkur og það er alltaf einhver sem á afmæli handan við hornið sem ég vil ekki skemma og trúi því einhvern veginn að ég sé ekki búinn að gera allt sem mér er ætlað.

Ég á mér þann draum að við tölum saman, án þess að vera með stæla eða afsakanir, án þess að vera með ásakanir eða meting, að við getum farið að brjóta þetta ömurðar mynstur sem að er þarna enn þá og heldur okkur í einhverri firringu sem að gerir okkur að karlmönnum í stað þess að leyfa okkur bara að vera manneskjur. Mig langar svo ótrúlega mikið að það fari að koma mér á óvart þegar að einhver drepur sig, að ég hætti að hugsa, fokk, hver er næstur.

 

-Starri Hauksson

Pistillinn birtist fyrst á Facebook síðu höfundar og var endurbirtur hér með góðfúslegu leyfi höfundar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.