Tónlistarmaðurinn Biggi Sævars sendi frá sér lagið „Good reason“ á dögunum.
„Lagið er létt og hugljúft kántrípopplag með grípandi texta sem allir ættu að geta tengt við,“
sagði Biggi Sævars í samtali við Bleikt. Hann hefur verið áberandi trúbador í veislum og á skemmtistöðum um allt land. Hann hefur gefið út nokkur lög áður en það er frekar langt síðan síðasta frumsamda lagið hans kom út. Það er meira efni væntanlegt frá Bigga á næstu misserum.