Það er ekkert leyndarmál að maður þarf að passa þig á því hverjum maður deilir myndum með á netinu. En saga þessarar konu sýnir að maður getur aldrei farið of varlega.
Á mánudaginn var deilt sjálfsmynd af konu og með myndinni stóð að hún væri búin að vera „einn mánuð edrú“ og hafi ekki neytt áfengis eða fíkniefna í mánuð. Myndin vakti mikla athygli og var fljótlega komið á forsíðu Imgur.
Konan á myndinni var hins vegar ekki manneskjan sem deildi myndinni og hefur aldrei komið nálægt sprautunál. Frændi hennar tók eftir færslunni og lét hana vita. Þau hefndu sín með því að opinbera þann sem deildi myndinni. En það var Tinder „match“ sem gekk ekki.
„Eftir langt rifrildi er búið að eyða notandanum og færslunni. Ég gerði færslu þar sem ég sagði frá því sem var að gerast og Internetið heimtaði réttlæti,“ skrifaði frændinn á Facebook. Bored Panda greinir frá.
„Sem alkóhólisti og fyrrum fíkniefnaneytandi kom mér á óvart að ég vissi aldrei að hún notaði þessu hörðu fíkniefni þar sem ég djammaði rosalega mikið með henni þegar ég drakk,“
sagði frændinn. „Ég hringdi í hana og þá kom í ljós að einhver notaði myndina hennar til að vinna sér inn gervi internet stig!“