fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Sigga Lena: Þarf ég maka til þess að eignast fjölskyldu?

Fagurkerar
Sunnudaginn 16. júlí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta vor fór ég til kvensjúkdómalæknis sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann opnaði augun mín enn þá frekar fyrir því hvað ég er orðin gömul en í haust fagna ég 32 árum.

Sigga Lena, höfundur greinar

Í svona þrjú ár er ég búin að hugsa mikið um það hvað mig er farið að langa í fjölskyldu. Þið sem þekkið mig vita það mæta vel að ég er ekki í sambandi og hef ekki verið í langan tíma. En spurningin sem ég er búin að velta fyrir mér í þennan tíma er; ,,þarf ég að finna mér mann til þess að eignast fjölskyldu”?

Fyrir tveimur árum síðan hitti ég vinkonur mínar yfir mat og drykk og spurði þær álits á þessum vangaveltum mínum. Þær voru fullar stuðnings og mjög spenntar fyrir hugmyndinni og planið sem ég ætlaði að setja í gang. Samt sem áður var tíminn ekki réttur, ég bjó enn þá heima hjá foreldrum mínum og stundaði nám. Ég var að byrja ferlið allt saman hjá WOW Air og fannst mér það allt svo svakalega spennandi að mér datt ekki í hug að fórna því, þar sem flugfreyju starfið hefur verið draumur frá því að ég man eftir mér (getið lesið meira um það hér).

Í dag er ég búin að koma mér ágætlega vel fyrir, búin að kaupa mér íbúð, á fínan bíl, í góðri vinnu og lífið leikur við mig. Samt sem áður finn ég mér ekki maka, kannski er eitthvað að mér ég veit það ekki en ég er löngu hætt að velta mér upp úr því. Ég er bara eins og ég er og er mjög sátt með sjálfan mig.

Þegar ég var hjá kvensjúkdómalækninum sagði hann við mig var; ,,Þú þarft nú að fara að huga að barneignum ef þú ætlar að eignast börn, frjósemin fer hratt niður á við eftir 35 ára aldurinn”. Þetta sló mig alveg smá þó að ég vissi vel þessar staðreyndir, af einhverjum ástæðum þá fannst mér ég ekki vera orðin þetta gömul.

Þarf ég að eiga maka til þess að eignast barn? Svar mitt við þessari spurningu er nei.

Ég er búin að lesa mikið af reynslusögum, horfa á heimildarmyndir og lesið bækur um mæður sem hafa ákveðið að verða einstæðar mæður með hjálp gjafasæðis. Í janúar 2015 kom mbl.is með nokkrar reynslusögur af konum sem tóku ákvörðun um að verða mæður af sjálfsdáðum og ég man hvað ég las allar sögurnar aftur og aftur.

Hérna er t.d. sagan hennar Söru ef þið viljið lesa um ferlið hennar.

Svona ákvörðun er ekki tekin á einni nóttu, en eins og ég sagði hérna fyrr er ég búin að hugsa um þetta í yfir þrjú ár. Samt sem áður hef ég ekki ákveðið tíma eða stund fyrir þetta verkefni. En það er eitt sem er alveg öruggt að ef ekkert breytist í mínu lífa á næsta ári þá mun ég nýta mér þessa tækni og eignast barn að sjálfsdáðum.

En vitandi það að bæði fjölskyldan mín og vinir mínir styðja mig í þessu gerir þessa ákvörðun 100 sinnum léttari, því að ég er alveg 100% á því að þetta eigi ekki eftir að vera auðvelt ferli og er ég mjög þakklát fyrir það.

Á heimasíðu einstakra mæðra eru fullt af upplýsingum fyrir mæður sem hafa valið það að eignast börn upp á eigin spýtur, hvort sem það sé með tæknifrjóvgun eða ættleiðingu. Þar er hægt að finna allar þær upplýsingar sem kona þarf að fá svör við í þessum hugleiðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar

Allt á suðupunkti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi eftir umdeilda færslu Tómasar
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Marius er æxlið“

„Marius er æxlið“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið áfall fyrir Tottenham – Lykilmaður meiddist gegn City og fór í aðgerð í dag

Mikið áfall fyrir Tottenham – Lykilmaður meiddist gegn City og fór í aðgerð í dag
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

76 prósent líkur á því að Liverpool verði enskur meistari

76 prósent líkur á því að Liverpool verði enskur meistari