Við höfum öll séð þætti þar sem fólki er gefið dramatískt „makeover“ og það endar með að líta allt öðruvísi út. Fólkið fær nýja hárgreiðslu, förðun, ný föt og jafnvel skipta út gleraugunum fyrir linsur eða breyta hárlitnum sínum. En stundum getur aðeins einföld klipping breytt öllu.
Reddit notandinn WalterWhiteBoy16 fór einmitt í klippingu sem gjörbreytti honum í útliti. Klippingin hans var svo flott og áhrifamikil að hann hrósaði rakaranum sínum:
„Rakarinn minn er guðdómleg hetja,“
skrifaði hann á Reddit.
„Ég flutti nýlega í nýja borg og var að leita að rakara. Ég fann þessa mynd á Instagram og byrjaði að reyna að finna út úr hver hafi deilt myndinni. Fyrir tilviljun þá var þetta rakari staðsettur í borginni sem ég var að flytja í þannig ég ákvað að heimsækja hann.“
Fyrir klippinguna var hann frekar „shaggy“ eins og fólk orðar það. Með sítt ljóst hár og úfið skegg í stíl.
Hann sagði rakaranum sínum að klippa bæði hárið og raka skeggið af. Það er ótrúlegur munur á honum, sjáðu myndirnar!